Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Blaðsíða 28
28 29
Borgarhóll, Akrahreppi, Skagafirði.
Jörðin hefur verið seld.
Efsta-Kot (við Holt undir Eyjafjöllum).
Unnið hefur verið að undirbúningi sölu á fasteigninni.
Fjármálasvið
Biskup Íslands hefur hitt fjármála og efnahagsráðherra, Bjarna Benediktssyni, ásamt sr.
Gísla Gunnarssyni kirkjuráðsmanni svo og framkvæmdastjóra kirkjuráðs og var kirkjuráði
kynntar niðurstöður fundarins.
Af þessu tilefni samþykkti kirkjuráð eftirfarandi bókun:
„Undanfarin ár hefur þjóðkirkjan tekið á sig umtalsverða tekjuskerðingu þar sem greiðslur
ríkisins til kirkjunnar hafa minnkað ár frá ári. Annars vegar er þar um að ræða lögbundin
sóknargjöld, félagsgjöld, sem ríkið innheimtir og hins vegar samningsbundnar greiðslur
ríkisins vegna kirkjueigna sem ríkinu voru afhentar með sérstöku samkomulagi frá 1997.
Kirkjujarðasamkomulagið fjallar um afhendingu kirkjujarða til ríkisins á móti skuldbindingu
um að greiða laun presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar. Þjóðkirkjan hefur ekki vikist undan
ábyrgð og fallist á skerðingu á kirkjujarðasamkomulaginu undanfarin ár. Sóknargjöldin eru
lögbundin félagsgjöld sem ganga til reksturs safnaðanna. Óumdeilt er að sóknir þjóðkirkjunnar
hafa orðið fyrir mun meiri skerðingu en stofnanir innanríkisráðuneytisins. Frá fjárlögum
ársins 2008 til 2011 hafa sóknargjöld lækkað sem nemur 25% umfram fjárveitingar til
stofnana innanríkisráðuneytisins, samanber skýrslu nefndar innanríkisráðherra til að meta
áhrif niðurskurðar fjárveitinga á starfsemi þjóðkirkjunnar.
Ríkið hefur nú viðurkennt þetta misræmi og hyggst bæta skerðingu sóknargjalda
undanfarinna ára að hluta með tímabundnu viðbótarframlagi. Engu að síður vantar mikið
uppá að sóknargjöldin séu í samræmi við lög nr. 91/1987.
Framundan eru viðræður þjóðkirkjunnar og ríkisins um fjárhagsleg samskipti. Markmið
þeirra viðræðna er m.a. leiðrétting á sóknargjöldunum, að gerður verði skriflegur samningur
um innheimtu og skil sóknargjalda og að skerðingar undanfarinna ára á kirkjujarða-
samkomulaginu gangi til baka.
Kirkjuráð leggur þunga áherslu á að ríkið standi við skuldbindingar sínar samkvæmt
samningum ríkis og kirkju.“
Kirkjuráð samþykkti að fela framkvæmdastjóra kirkjuráðs að koma bókuninni á framfæri
við innanríkisráðherra, forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra.
Fjármálakreppa sem skall á í lok septembermánaðar 2008 hefur enn veruleg áhrif á störf
kirkjuráðs og hefur verið unnið að því á undanförnum árum að draga úr útgjöldum og
auka tekjur. Í fjárlögum árið 2012 var gerð 37,2 m.kr. hagræðingarkrafa á Biskupsstofu
og árið 2013 gerði ríkið 16,5 m.kr. hagræðingarkröfu, en launa og verðlagsbætur koma
á móti bæði árin. Greiðslur í Kristnisjóð lækkuðu samkvæmt fjárlögum á árinu 2012
sem nemur 2,3 m.kr. Greiðslur til Jöfnunarsjóðs sókna lækkuðu samkvæmt fjárlögum
2012 um 2,5 m.kr. og greiðslur til kirkjumálasjóðs lækkuðu nemur 1,8 m.kr. miðað við
fjárlög árið 2011. Árið 2012 hækkaði sóknargjaldið úr 698 kr. fyrir hvern gjaldanda í