Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Blaðsíða 51
51
Ef tekið er mið af því að sóknargjöld hefðu verið óskert frá árinu 1999 og hækkað í samræmi
við lög nr. 91/1987 og ekki hefði verið vikið frá kirkjujarðasamkomulaginu er boðaður
niðurskurður í fjárlagafrumvarpi 2014 um 1.345 m.kr. eða um 26 % í heildina milli áranna
2014 og 2013 (sjá töflu 2). Þetta þýðir m.a. að ríkið er að greiða laun 109 presta í stað þess
að greiða laun 138 presta eins og samningur ríkis og kirkju gerir ráð fyrir.
Tafla 2
Samanburður á frumvarpi 2014 og
reiknuðum óskertum greiðslum 2013
í milljónum króna
Fjárlaga-
frumvarp 2014
Reiknaðar
óskertar
greiðslur 2013
Mism. %
Mism.
kr.
06701 Þjóðkirkjan* 1.474,8 1.853,7 20,4% 378,9
06705 Kirkjumálasjóður 247,4 348,0 28,9% 100,6
06707 Kristnisjóður* 73,1 108,7 32,7% 35,6
06736 Jöfnunarsjóður sókna 320,1 450,2 28,9% 130,1
06735 Sóknargjöld 1.733,4 2.433,3 28,8% 699,9
Samtals 3.848,80 5.193,77 -25,9% -1.345,0
*Óskertar greiðslur samkvæmt reiknilíkani 2014
Hagræðingaraðgerðir 06-701 Þjóðkirkjunnar (Biskupsstofu)
Gerð er hagræðingarkrafa að hálfu ríkis árið 2014 til 06701 Þjóðkirkjunnar (Biskupsstofu)
sem nemur 327,8 m.kr. á nafnverði en 378,9 m.kr. á verðlagi ársins 2014. Uppsöfnuð árleg
hagræðingarkrafa ríkis frá árinu 2010 til ársins 2014 er um 1,4 milljarður á nafnverði en
um 1,6 milljarður á verðlagi ársins 2014. Sjá töflur 3 og 4.
Tafla 3
Hagræðingarkrafa ríkis til 06-701
Þjóðkirkjunnar á verðlagi hvers árs
í milljónum króna
Árleg
hagræðingar krafa
Uppsöfnuð
hagræðingar-krafa
Árið 2010 skv. viðaukasamkomulagi 160,0 160,0
Árið 2011 skv. viðaukasamkomulagi 100,0 260,0
Árið 2012 skv. viðaukasamkomulagi 37,2 297,2
Árið 2013 skv. viðaukasakomulagi 16,5 313,7
Árið 2014 skv. fjárlagafrumvarpi 2014 14,1 327,8
Samtals á verðlagi hvers árs 327,8 1.358,7