Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Side 85

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Side 85
85 hefur almennt ekki komið á, þrátt fyrir samþykkt kirkjuþings 2010. Nefndin telur að ein skýringin gæti verið sú að samstarfssvæða er ekki getið í þjóðkirkjulögunum. Því leggur nefndin eindregið til að það verði gert, eins og áður segir, ef kirkjuþing metur svo við endurskoðun þjóðkirkjulaganna sem nú stendur yfir. Samhliða hefur verið rætt hvort taka eigi önnur mun róttækari skref og gera samstarfssvæðin að prestaköllum eða að prófastsdæmum. Ef farið væri í að sameina prestaköllin eftir skipulagi samstarfssvæðanna yrðu prestaköllin um 30 í stað 92 eins og þau eru í dag. Eins væri prófastsdæmum fjölgað úr 9 í 30 ef horft væri í þá átt. Í því sambandi má nefna skýrslu nefndar sem biskup Íslands skipaði árið 2011 til að móta tillögur um framtíðarskipan sókna, prestakalla og prófastsdæma á höfuðborgarsvæðinu. Þar var megináherslan lögð á sameiningu prestakalla þannig að þeim fækkaði úr 31 í 11 prestaköll. Hugmyndirnar byggðu á samstarfssvæðinu. Skýrsla þessi var kynnt á kirkjuþingi 2012. Með því að gera samstarfssvæðin að prestaköllum væri verið að byggja á þekktri starfseiningu. Prestaköllin væru stækkuð verulega, sum hver ekki svo mikið landfræðilega í þéttbýlinu, en annars staðar væri sums staðar um víðfeðmt svæði að ræða. Segja má að skipulag kirkjunnar á Fljótsdalshéraði sé helsta fyrirmyndin í dag og sem hefur þegar að hluta til komið til framkvæmda, nú síðast með því að Seyðisfjarðarprestakall var sameinað Egilsstaðaprestakalli og prestur ráðinn þar í stað sóknarprests. Upp kemur fjöldi spurninga, eins og hvort yrði um leið að leggja niður öll embættin og auglýsa og skipa eða ráða að nýju? Ekki geta allir verið sóknarprestar sem gegna því nú þegar, nema svo yrði ákveðið að halda þeirri skipan óbreyttu með sóknarprestum og prestum, en einn fengi hlutverk verkstjórans/leiðtogans umfram aðra. Þá mætti líka fara þá leið að allir væru sóknarprestar í þessu nýja prestakalli. Þar með væri afnumið hugtakið prestur sem nú nær yfir það sem hét um skamma hríð aðstoðarprestur, um leið og hugtakið er auðvitað notað um presta almennt og veldur oft ruglingi. Með stækkun prestakallanna væri horfið frá því að prestur væri einn að störfum þar sem prestakallið væri það stórt að fleiri en einn prestur væri þar staðsettur. Þar væru samankomnir prestar og aðrir sem þjóna á stóru svæði, eða hafa mikinn fjölda sóknarbarna að sinna. Hugmyndir hafa oft verið uppi í svipaða veru um að komið væri á fót þannig „kirkjumiðstöðvum“ um land allt, líkt og heilsugæslustöðvar eru. Ef sú leið væri farin að gera samstarfssvæðin að prófastsdæmum, þá væri m.a. verið að gera prófastsdæmi sem eru níu í dag, að mun minni starfseiningum. Sóknarprestar og prestar á svæðinu/prófastsdæminu héldu sínum heitum, en einn yrði valinn prófastur, e.t.v. með sama hætti og nú er gert. Kosturinn væri að skipulag og ákvarðanir sem taka þarf á svæðinu væru mun nær þeim sem á svæðinu starfa en nú er, sérstaklega í víðfeðmum prófastsdæmum í dag. Þá fengist nákvæmari mynd af kirkjulegu starfi, stöðu þess og nauðsynlegum breytingum, þar sem prófastar yrðu 30 og kæmu af öllum svæðum landsins til skrafs og ráðagerða með biskupi og vígslubiskupum. Ókostur væri að héraðssjóðir yrðu litlir og ekki til stórra framkvæmda. Héraðsfundir mundu glata stöðu sinni sem vettvangur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.