Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Blaðsíða 59
59
Skerðing sóknargjalda á ári í
milljónum króna 216,4 406,8 532,7 695,6 762,4
Uppsöfnuð skerðing
sóknargjalda 2008 - 2013 í
milljónum króna 2.613,9
*Breyting á meðaltekjuskattstofni einstaklinga síðustu tveggja ára
06-736 Jöfnunarsjóður sókna
Greiðslur til Jöfnunarsjóðs sókna miðast við 18,5% tekjur sem reiknast ofan á sóknargjöld.
Samkvæmt fjárlagafrumvarpi 2014 hækkar framlag í Jöfnunarsjóð sókna um 3% frá
fjárlögum ársins 2013 um 9,3 m.kr. Ef fjárlagafrumvarp 2014 er borið saman við óskertan
grunn sóknargjalda árið 201 er um 28,9% niðurskurð að ræða eða um 130,1 m.kr.(sbr.
töflu 2).
Fjárhagsáætlun Jöfnunarsjóðs sókna 2014 – í milljónum króna 2014
Áætlaður tekjuafgangur í varasjóð 18,3
Tekjur 325,1
Framlag til Jöfnsj. sókna áætlun 320,1
Vaxtatekjur fjármagnstekjuskattur 5,0
Gjöld 306,8
Framlög til sókna 200,0
Framlag til Kirkjumálasjóðs 15% af tekjum 48,8
Kostnaðarhlutdeild til Kirkjumálasjóðs 5% af tekjum 16,0
Framlag til Kirkjumálasjóðs vegna verkefna Jöfnunarsjóðs sókna 10,0
Til Biskupsstofu v. hagræðingarkröfu ríkisins 32,0
Fyrri umræða um úthlutun Jöfnunarsjóðs sókna til sókna fór fram á fundum
kirkjuráðs í október 2013, en héraðsnefndum gefst kostur á að skoða úthlutanir og
gera breytingatillögur. Gert er ráð fyrir að Jöfnunarsjóður sókna greiði Biskupsstofu 32
m.kr. vegna hagræðingarkröfu ríkisins. Í fjárhagsáætlun 2014 er gert ráð fyrir að 15% af
ráðstöfunartekjum Jöfnunarsjóðs renni inn í Kirkjumálasjóð eins og undanfarin ár vegna
kirkjulegrar starfsemi. Við úthlutun nú úr Jöfnunarsjóði sókna eru nýframkvæmdir enn
að jafnaði ekki styrktar og mælst til að fresta þeim sem hafnar eru ef kostur er.
Þriggja ára áætlun
Þriggja ára áætlun Þjóðkirkjunnar er á verðlagi ársins 2014. Á næsta ári er áætlað að
ríkið greiði sem nemur 109 prestum en samkvæmt kirkjujarðasamkomulaginu ber
ríkinu að greiða sem samsvarar 138 prestslaunum. Miðað er við að á næstu 10 árum
gangi skerðingar kirkjujarðasamkomulagsins til baka þannig að sama prestafjölda og