Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Blaðsíða 36

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Blaðsíða 36
36 37 „4. mál. Ályktun um stöðu þjóðkirkjunnar í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur Stjórnlagaráðs. Kirkjuþing unga fólksins álítur niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um tillögur stjórnlagaráðs vera leið til að gefa nýjum biskupi tækifæri til að rétta stöðu kirkjunnar. Við viljum hvetja kirkjuna til að taka þessum niðurstöðum sem ákalli þjóðarinnar um öfluga og trausta þjóðkirkju. Kirkjuþing unga fólksins vill árétta að niðurskurður í fjármálum kirkjunnar má ekki lenda á æskulýðsstarfinu. Æskulýðsstarfið er oft á tíðum athvarf fyrir börn og unglinga sem finna sig ekki í annarri starfsemi fyrir ungt fólk. Frekari niðurskurður innan æskulýðsstarfs kirkjunnar má ekki eiga sér stað þar sem það tekur allan gæðastimpil af starfseminni. Í hverju prófastsdæmi þyrfti að vera a.m.k. einn fastráðinn starfsmaður sem heldur utan um barna­ og æskulýðsstarf. Kirkjuþing unga fólksins leggur til að skýrð verði betur staða æskulýðsnefndar þjóðkirkjunnar og að henni verði falið sérstaklega að hjálpa æskulýðsfélögum að auka starfsemi sína og bæta hana. Þetta á þá sérstaklega við um þá staði þar sem ekkert æskulýðsfélag er til staðar. Nefndin mundi þá sjá um það að ferðast um landið og heimsækja æskulýðsfélög. Þannig gæti hún gefið álit sitt á því hvað má betur fara og hvernig megi framkvæma það. Að sama skapi væri kjörið að styðja frekar við félög líkt og ÆSKÞ og undirfélög þar sem þau standa að baki sterkari starfsemi við ungt fólk. Sýna þarf þeim kirkjum þar sem lítið sem ekkert barna­ og æskulýðsstarf er sérstaklega athygli. Starfsfólk þjóðkirkjunnar ætti að reyna eftir fremsta megni að aðstoða þær kirkjur af stað og hjálpa þeim að finna réttu leiðirnar til að halda góðu og gefandi starfi áfram. Kirkjuþing unga fólksins vill hvetja kirkjuna til að nýta sér þau tækifæri sem eru fyrir hendi í dag. Það má nýta samfélagsmiðla betur, nýta aðgang að styrkjum í meira mæli, sem hægt er nota í erlent samstarf og kynningastarf í skólum til að ná betur til ungs fólks. Við viljum leggja til að heimasíða kirkjunar verði sett þannig upp að auðveldara verði fyrir ungt fólk að sjá yfirlit yfir þá viðburði sem eru væntanlegir í nágrenni við það. Aukið kynningarstarf kirkjunnar innan menntaskóla gæti sem dæmi átt sér stað í lífsleiknitímum, í þemavikum og opnum dögum. Þar gæti kirkjan kynnt þá starfsemi sem þegar er til staðar og jafnframt fengið fleiri hugmyndir um starfsemi sem ungt fólk myndi vilja sjá framkvæmt. Styðja þarf við alþjóðlegt samstarf því með þátttöku í því er hægt að stuðla að sterkum tengslum sem vara getað lengi jafnframt sem það er sérstaklega þroskandi fyrir ungt fólk að fá stærri heimssýn. Kirkjuþing unga fólksins leggur jafnframt ríka áherslu á það að bæta þurfi vissulega safnaðarstarf fyrir alla aldurshópa og alla þjóðfélagshópa. Við álítum okkur ekki vera þann hóp sem er hvað best til fallinn til að koma með lausnir á þeim málum en hvetjum samt sem áður til aukinna umbóta í þeirri starfsemi. Kirkjuþing unga fólksins leggur mikla áherslu á það að aftur verði komið á fót eðlilegu samstarfi á milli kirkju og skóla. Í ljósi þjóðaratkvæðagreiðslunnar má sjá að það er vilji
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað: Gerðir kirkjuþings 2013 (01.01.2013)
https://timarit.is/issue/389679

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Gerðir kirkjuþings 2013 (01.01.2013)

Aðgerðir: