Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Blaðsíða 6

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Blaðsíða 6
6 7 Það er staðreynd að fólki hefur fækkað í þjóðkirkjunni sé litið til hlutfalls landsmanna sem skráðir eru í hana. Samkvæmt mínum heimildum eru rúmlega 245 þúsund manns skráðir í þjóðkirkjuna af tæplega 322 þúsund landsmönnum. Það eru rúm 76% landsmanna. Árið 1998 voru um 500 færri skráðir í þjóðkirkjuna en það voru þá 89.9% landsmanna. Er þarna ekki verkefni sem kirkjan þarf að takast á við? Ef svarið er já, hvenær er þá góður tími til að bregðast við þessari fækkun? Frá hruni hefur þjóðkirkjan ekki haft nægar tekjur fyrir árlegum útgjöldum. Það hefur því þurft að selja eignir og taka fé úr sjóðum s.s jöfnunarsjóði sókna til að standa undir rekstri kirkjunnar, einkum launagreiðslum. Margir segja að svona sé ekki hægt að reka stofnunina áfram. Gjöld mega ekki vera meiri en þær tekjur sem kirkjan hefur til ráðstöfunar. Ef fólk er sammála því hvenær er þá góður tími til að bregðast við þessum fjárhagshalla? Það er fagnaðarefni að í ár segjast 34% treysta þjóðkirkjunni samkvæmt þjóðarpúlsinum hjá Capacent. Það er aukning úr 28% frá fyrra ári. Er það nógu gott að þriðjungur þjóðarinnar beri mikið traust til þjóðkirkjunnar? Erum við sátt við það? Eigum við að, og getum við, einhvern veginn staðið undir auknu trausti? Ef svarið við þeirri spurningu er já hvenær er þá góður tími til að gera eitthvað í því. Samskipti við ríkisvaldið hafa verið erfið undanfarin ár. Við auðvitað vonum að þau aukist, styrkist og batni. Það hefur komið fram að það standi til að efna til viðræðna um þau samskipti, einkum fjárhagsleg samskipti ríkis og kirkju. Hver verða okkar markmið í slíkum viðræðum? Skiptir máli að undirbúa slíkar viðræður vel? Ef svarið við því er já þá má spyrja hvenær er góður tími til að gera það? Það eru margar stofnanir, félög, fyrirtæki og fjölskyldur sem hafa þurft að bregðast við breyttum aðstæðum undanfarin ár. Margir hafa lent í erfiðleikum. Aðstæður breytast. Viðhorf breytast. Umhverfið breytist. Fólk sem hefur unnið við rekstrarráðgjöf orðar það stundum þannig að þeir sem hafi lent í erfiðri stöðu eigi það oft sameiginlegt að gera of lítið of seint til að bregðast við því. Staðreyndin er sú að það er aldrei þægilegur tími að bregðast við í erfiðum málum og kannski er tíminn til þess aldrei góður. Tíminn til þess verður samt sjaldan betri þó málum sé frestað. Það reynir á alla á erfiðum tímum. Það á líka við um okkur sem störfum fyrir þjóðkirkjuna! Þegar minna fé er til skiptanna í mörg þörf verkefni verður oft ágreiningur um hvað skuli gera og hverju skuli sleppt. Þetta þekkjum við. Stundum getur vandinn orðið það stór að ekki nægi ár eftir ár að ræða um hvernig eigi að skipta síminnkandi köku þegar hugur þeirra sem vilja ræða skiptinguna er bundin einhverju stærra kökuformi. Að því kemur að lögun og stærð formsins þurfi að hugsa upp á nýtt. Í grunninn er skipulag í okkar kirkju byggt á sveitakirkjunni sem var flutt í bæinn. Sóknin er eining sem er mjög sjálfstæð. Þó stutt sé í næstu sókn og næstu kirkju er samstarf og samnot oft lítið. Það má velta því fyrir sér að ef okkur væri falið að skipuleggja nýja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.