Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Blaðsíða 55
55
• Verkefnisstjóri fjármála sókna á Biskupsstofu fer úr 80% starfi í 100% frá og með 1.
sept. 2013.
• Gert er ráð fyrir að verkefnisstjórnun verði endurskipulögð.
• Fulltrúi á Biskupsstofu fór úr 100% starf í 50% starf frá og með 1. júlí 2013.
• Áætlað er á árinu 2014 verði ráðinn almannatengslafulltrúi í 100% starf.
Ráðgert er að spara sem nemur um 3,3 prestsembættum árið 2014. Prestsembætti verða
þannig 124,3 samkvæmt rekstraráætlun 2014 í stað 127,6 árið 2013. Helstu breytingar
vegna prestsembætta eru eftirfarandi:
• Sóknarprestur í Mosfellsprestakalli, Grímsnesi sagði lausu frá 1. júlí 2013 og var þá
prestakallið lagt niður.
• Sóknarprestur í Seljaprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra lætur af störfum 1.
ágúst 2014 og verður frestað að auglýsa.
• Lausu embætti prests í Grafarvogsókn verður þjónað samkvæmt ákvörðun biskups
Íslands í samráði við prófast og sóknarnefnd.
• Lausu embætti prests í Háteigssókn verður þjónað samkvæmt ákvörðun biskups
Íslands í samráði við prófast og sóknarnefnd.
• Sérþjónustuprestur á Biskupsstofu lætur af störfum árið 2014.
Gert er ráð fyrir að embættiskostnaður presta hækki um 3% milli ára og gert ráð fyrir
námsleyfum presta í 9 mánuði alls.
Sérframlög
Sérframlög til stofnkostnaðar kirkjunnar haldast óbreytt milli ára eða samtals 27 m.kr. í
fjárlagafrumvarpi 2014.
Stofnkostnaðargreiðsla ríkisins vegna Skálholts er 10,0 m.kr. Af framlaginu eru 6 m.kr.
sem er síðasta greiðsla af samtals 48 m.kr. framlagi, sem var veitt í tilefni af 900 ára afmæli
biskupsstóls í Skálholti og ætlað til uppbyggingar í staðnum.
Sérframlag ríkisins árið 2013 til Hallgrímskirkju vegna viðgerða á turni að fjárhæð 5 m.kr.
er önnur greiðsla af sex ára greiðsluloforði sem var samtals um 30 m.kr. Auk þess eru veittar
3,0 m.kr. vegna annars stofnkostnaðar og er því heildarframlag ríkisins til Hallgrímskirkju
8,0 m.kr. árið 2014.
Framlag til Hóladómkirkju verður 4,3 m.kr. samkvæmt fjárlagafrumvarpi 2014 og framlag
til Dómkirkjunnar í Reykjavík verður 4,7 m.kr.