Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Side 30

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Side 30
30 31 Ríkisendurskoðun og kirkjuþing hafa óskað eftir því að kirkjan einfaldi fjármál kirkjunnar og að fjármál þjóðkirkjunnar verði að vera gagnsærri en nú er. Þannig sé t.d. æskilegt að helstu sjóðir kirkjunnar, þ.e. Kirkjumálasjóður, Kristnisjóður, Jöfnunarsjóður sókna og Hinn almenni kirkjusjóður verði sameinaðir í einn Kirkjusjóð. Að auki þurfi að vinna skýrar verklagsreglur um styrkveitingar á vegum kirkjunnar, þar sem m.a. komi fram með hvaða hætti umsóknir eru metnar og hvernig eftirfylgni með nýtingu fjárins sé háttað. Fjárhagssamskipti ríkis og kirkju: Kirkjuráð hefur unnið að eftirfarandi markmiðum kirkjunnar vegna fjárhagssamskipta ríkis og kirkju: Þjóðkirkjan hefur leitast við að einfalda fjármálaumsýslu sína. Ríkisendurskoðun og Innanríkisráðuneytið hafa beint þeim tilmælum til þjóðkirkjunnar að fara í slíka endurskoðun. Í meginatriðum felast tillögur kirkjuráðs í því að laun presta og starfsmanna Biskupsstofu greiðist af fjárlagalið 06 ­ 701 Þjóðkirkjan, en að öðru leyti fari allur rekstur fram í gegnum 06 – 705 kirkjumálasjóð. Þannig verði eigin fé og tekjum Jöfnunarsjóðs sókna ráðstafað til kirkjumálasjóðs á sama hátt og Kristnisjóði, en síðarnefndi sjóðurinn hefur runnið til kirkjumálasjóðs frá og með árinu 2006. Þess verður gætt að skýrt verði hvernig fjármunum Jöfnunarsjóðs sókna og Kristnisjóðs verði ráðstafað í samræmi við lögbundinn tilgang hvors sjóðs um sig, með aðgreiningu á viðfangsefnum sjóðanna. Áfram verði Skálholt, Strandarkirkja og Tónskóli þjóðkirkjunnar aðgreindar stofnanir ásamt ýmsum vörslusjóðum sem biskup Íslands varðveitir. Ef kirkjuþing samþykkir þessar breytingar yrði stefnt að því að þær tækju gildi umnæstu áramót. Þá verði fjárhagsáætlanir og bókhald fært til samræmis við framangreindar breytingar. Tillögurnar hafa verið kynntar Ríkisendurskoðun. Upplýsingatæknisvið Lokið var við innleiðingu nýs skjalavistunarkerfis og fyrstu mánuðir ársins fóru í leið­ beiningu og þjálfun starfsfólks á nýja kerfinu. Nýja kerfið er fullgilt stafrænt skjalavistunar­ og málakerfi svo ekki er lengur þörf á að prenta út og vista rafræn erindi í skjalageymslum. Hefur kostnaður vegna útprentunar minnkað í kjölfarið. Nokkrir nýir sóknarvefir bættust við á árinu og einnig var settur upp vefur fyrir biskup Ísland, biskup.is. Nokkrir vefir fóru þó úr hýsingu þar sem þarfir þeirra rúmuðust ekki lengur innan stöðluðu lausnarinnar sem Biskupsstofa bíður upp á. Sóknir geta nýtt þennan kost til að feta sín fyrstu skref á vefnum og einnig til að lækka vefhýsingarkostnað sinn. Í dag hýsir Biskupsstofa rúmlega sextíu slíka vefi. Þjónustuvefur kirkjunnar var uppfærður og útliti hans var breytt. Breytingarnar miðuðu að því að gera hann notadrýgri í farsímum og spjaldtölvum. Unnið var að því að flytja upplýsinga­ og gagnamiðlun til starfsmanna kirkjunnar í auknum mæli inn á þjónustuvefinn. Félagatal þjóðkirkjunnar var útbúið (skv. 15. máli kirkjuþings 2012). Fylgir það daglegum breytingum á þjóðskrá. Opnað fyrir leit starfsmanna sókna og sóknarnefndarmanna í félagsmannatali inni á þjónustuvefnum. Útbúið var skýrsluform fyrir skírnir á þjónustuvefnum og er það í prófun. Aukið álag var á árinu vegna nýrra starfsmanna og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.