Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 33

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 33
að viðkomandi axli ábyrgð sína.54 í greinargerðinni sem fylgdi upphaflegum starfsreglum um meðferð kynferðisbrota innan kirkjunnar er talað um nauðsyn þess að hugað sé að „inntaki og notkun hugtaka sem gegnt hafa lykilhlutverki í kristnum boðskap.“ Fyrirgefningin er eitt þeirra hugtaka sem gegna mikilvægu hlutverki þegar um er að ræða kynferðisbrot. Þannig hefur Marie Fortune lagt áherslu á fyrirgefninguna og nauðsynlega endurskoðun á hefðbundinni túlkun hennar innan kristinnar kirkju. Fortune telur að það þurfi að tryggja að fyrirgefning sé ekki notuð til að afsaka eða hylma yfir með gerandanum, í þeim tilgangi að láta eins og ekkert hafi gerst. Það sé heldur ekki alfarið á ábyrgð þolandans að fyrirgefa, en oft sé viðkomandi beittur þrýstingi til að „fyrirgefa“ (í merkingunni „forgive and forget“) þeim sem brotið framdi. Þannig eigi fyrirgefningin sér aldrei stað í tómarúmi og geri alltaf tilkall til þess að sá sem braut af sér axli ábyrgð. í raun fjalli fyrirgefningin því fyrst og fremst um það að þolandinn leyfi því sem átti sér stað ekki lengur að stjórna lífi sínu, heldur sé tilbúinn til þess að sleppa takinu og öðlast frelsi undan áhrifum þess.55 Vald er annað hugtak sem vert er að skoða í þessu samhengi. Guðfræðingurinn Wendy Farley, sem er prófessor við Emory háskólann í Atlanta í Georgíufylki í Bandaríkjunum, hefur mikið fjallað um endur- skoðun valdahugtaksins út frá guðfræðilegum forsendum. Farley telur sérstaklega mikilvægt að hugmyndir okkar um vald Guðs séu skoðaðar út frá reynslu okkar af valdi og misnotkun þess í mannlegum samskiptum. í stað þess að skilja vald Guðs út frá drottnandi valdi, eins og við þekkjum það úr okkar daglegu reynslu, leggur Farley áherslu á að vald Guðs sé skilið sem samlíðan (e. compassion). Hér er ekki átt við að Guð sjái aumur á okkur eða vorkenni okkur, heldur sé það í samlíðaninni sem Guð opinberar vald sitt á meðal okkar.56 Nancy Ramsay, sérfræðingur í sálgæslufræðum, notar Davíðssálma 22 og 23 til að útskýra hvað felst í hugmynd Farley um vald sem samlíðan. Samkvæmt Ramsay þá kemur það vel fram í þessum sálmum hvernig samlíðan á sér stað mitt í illskunni og birtist sem raunverulegt vald sem er hvorki stýrandi né drottnandi, heldur opinberast í kærleika og umhyggju. Samlíðanin gerir hvort tveggja í senn, að gefa kraft og veita 54 Sólveig Anna Bóasdóttir gerir grein fyrir þessum „freistingum kirkjunnar" í grein sinni „Kirkjan og kynferðisofbeldi. Gerendur kynferðislegs ofbeldis - frá guðfræðilegu og siðfræðilegu sjónarhorni“, bls. 147-148. 55 Fortune 1998, bls. 53. 56 Farley 1998, bls. 15-17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.