Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Síða 57

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Síða 57
Þar gengur hún áfram út frá því að fólk í Evrópu trúi án þess að tilheyra en kirkjur og trúfélög muni eftir sem áður hafa mikilvægu siðferðislegu, andlegu og félagslegu hlutverki að gegna í samfélaginu íyrir hönd þegnanna, þ.e. sem nokkurs konar trúarlegur staðgengill, t.d. þegar áföll verða í samfélaginu eða um er að ræða athafnir sem tengjast áföngum á Iífsleiðinni.25 Bent hefur verið á að með framsetningu sinni hafi Davie ásamt fleiri trúarbragða- félagsfræðingum stuðlað að endurskoðun á veraldarvæðingar-kenningunni (e. secularization thesis) svokölluðu.26 Hugmyndir Davie um „að trúa án þess að tilheyra“ hafa mætt ýmiss konar gagnrýni. Voas og Crockett benda á að „að trúa án þess að tilheyra“ hafi orðið eins konar slagorð í evrópskri umræðu um trú og trúarbrögð á síðasta áratug aldarinnar sem leið. Það hafi jafnframt rennt stoðum undir fullyrðingar um að breskt samfélag sé langt frá því að verða veraldlegt (e. secular) samfélag í strangasta skilningi þess orðs. Voas og Crockett halda því hins vegar fram að rannsóknir bendi til þess að dregið hafi úr trú fólks ekkert síður en trúarlegri iðkun þess eða tengslum við trúfélög og trúarstofnanir. Þeir benda sérstaklega á kynslóðamuninn í þessu sambandi, fjöldi rannsókna sýni að ungt fólk sé síður trúað en hinir eldri. A grundvelli rannsókna á því hvernig til tekst með yfirfærslu trúar og trúararfleifðar milli kynslóða benda þeir á að trú foreldra yfirfærist til barnanna í aðeins í um helmingi tilfella meðan fjarvist trúarbragða í fjölskyldulífinu flytjist nánast allaf milli kynslóða. Yfirfærsla trúar milli kynslóða sé því jafnveik og yfirfærsla þess að tilheyra tilteknum trúarbrögðum eða trúararfleifð. f stað þess að tala um „að trúa án þess að tilheyra“, tala þeir um ungt fólk sem „hvorki trúir né tilheyrir“ (e. neither believing nor belonging). Voas og Crockett leggja þó áherslu á að trúarbrögð séu enn mjög áberandi og áhrifarík í samfélaginu og þar af leiðandi verðugt rannsóknarefni. Það sé hins vegar staðreynd að trúarbrögð í Evrópu samtímans séu á undanhaldi.27 Day er sammála því sjónarmiði að í augum margs ungs fólks nú á dögum séu trúarbrögð ófullnægjandi uppspretta og form bæði trúar og þess að tilheyra. Hún er jafnframt gagnrýnin á ýmislegt í rannsóknum á því hverju og hvernig ungt fólk trúi. Rannsakendum hætti til að spyrja of augljósra og jafnvel leiðandi trúarlegra spurninga og nota trúarlegan orðaforða. I eigin rannsókn sem stóð yfir í þrjú ár komst hún að því að fólk trúi fremur á 25 Davie 2006. 26 Ducker2011. 27 Voas og Crockett 2005. 55
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.