Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Page 95

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Page 95
mjög ríkuleg. Hann var frá bernsku handgenginn Biblíunni, hefur hrærst í henni sem og í hinum gyðinglega túlkunarheimi frá unga aldri. Þessi gyðinglega arfleifð mótar allt hans líf, einnig þegar hann stendur frammi fyrir einhverri erfiðustu lífsreynslu sem hugsast getur, að sjá á eftir móður sinni og systur á leið í gasklefana og verða vitni að markvissri og stöðugri útrýmingu trúbræða sinna og -systra í dauðabúðum nasista. Job, sem hann kallar samtímamann okkar, er honum ætíð ofarlega í huga, eins og fram kemur í minnistæðum ummælum hans í Nóttinni, ummælum sem notuð eru sem yfirskrift þessarar greinar. En hann sækir einnig mikið til Jeremía spámanns sem upplifði fall Jerúsalem, musterisins og herleiðingu fjölmargra íbúa Júda 586 f. Kr. Eins og aðrir Gyðingar er Wiesel mjög handgenginn lögmálinu, Mósebókum. Þannig leitar hann víða fanga, einkum þó í þeim ritum Gamla testamentisins sem fjalla um þjáningu, harm og angist, svo sem Jobsbók, Jeremía, Esterarbók og harmljóð Saltarans. En jafnframt horfir hann mjög til einstaklinga í Gamla testamentinu sem leyfa sér að andmæla Guði eins og Job gerði sem og Abraham, Móse, Jeremía o.fl. Hinn biblíulega vitnisburð notar hann til að skoða óhugnanlega viðburði samtíðar okkar, einkum helförina, í Ijósi hinna hebresku ritninga sem hann þekkir í þaula sem og í ljósi gyðinglegrar túlkunarhefðar. Þetta gerir hann í samræmi við gamalgróna gyðinglega túlkunarhefð sem tekur þýðingarmikla atburði úr hinni sameiginlegu sögu þjóðarinnar og breytir þeim í dæmi eða notar sem tilvísun til að meta viðburði samtímans. Þetta er mjög áberandi í tveimur af kunnustu bókum hans sem hér hafa einkum verið ræddar, þ.e. Nótt og Réttarhöldin yftr Guði (The Trial of God). Það er ekki að undra að guðfræðingar hafi leitað mikið í smiðju til Wiesels svo mjög sem hann glímir við guðfræðilegar og siðfræðilegar spurningar á biblíulegum grunni. Skrifaðar hafa verið fræðilegar bækur um hvernig helförin hafi breytt guðfræðiumræðu á síðari hluta 20. aldar60 og þar á Wiesel sannarlega drjúgan hlut að máli. Líklega hefur enginn samtímamaður borið jafn kröftuglega vitni um þá skelfilegu atburði sem þar áttu sér stað. Það gerir hann ekki í þeim tilgangi að ala á hatri heldur þvert á móti til að reyna að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. 60 Sjá einkum Lindafeldt, Tod (ritstj.) 2000: Strange Fire. Reading the Bible after the Holocaust og Sweeney, Marvin A. 2008, Reading the Hebrew Bible After the Shoah. Engaging Holocaust Theology. 93 L
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.