Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Side 104
þingmálafunda, sem og af umræðum á Alþingi mætti ætla að flestir höll-
uðust að aðskilnaði. Virðist Kjartan hafa verið einn fárra kirkjumanna sem
tók þennan „þjóðarvilja“ alvarlega en hið sama má þó segja um Þórhall
biskup. Taldi Kjartan margar ástæður liggja fyrir þessum útbreidda vilja
til aðskilnaðar: Sumir sætti sig ekki við trú og siði þjóðkirkjunnar og aðrir
heyri til öðrum trúflokkum. Algengustu ástæðuna áleit hann þó vera að
mönnum finndist „það starf, sem prestastéttin leysir af hendi, ekki vera þess
virði sem það kostar...“29
Við þessum útbreiddu sjónarmiðum brást Kjartan svo:
Eg geri ráð fyrir, að ef prestastéttin leggst mjög á móti skilnaðinum, þá verði
það býsna almennt skilið svo, að við séum þar að berjast fyrir hagsmunum
sjálfra okkar, það sé barátta fyrir brauðinu okkar fremur en hag lands og lýðs.
Og þá yrði það sjálfsagt ekki til að auka veg prestatéttarinnar.30 [Leturbr.
Nýtt kirkjubl.]
Kjartan benti á að árið áður hefðu litlar umræður orðið um málið en
tveir fyrirlestrar verið fluttir annar með en hinn á móti skilnaði. Átti hann
þar við fyrirlestur Friðriks J. Bergmann sem andmælti skilnaði og ræðu
Þórhalls biskups um skilnaðarkjörin sem hann túlkaði sem meðmæli með
aðskilnaði líkt og gert var framar í þessum greinaflokki en ekki aðeins sem
varnaðarorð ef til aðskilnaðar kæmi.31 Þá hafi prestastefnan á Þingvöllum
1909 ályktað gegn aðskilnaði en þá með þeim fyrirvara að réttur safnaða til
að losna við presta sem þeim ekki líkaði yrði rýmkaður. Umræða um þetta
svigrúm var oft samfara auknum kröfum um kenningarfrelsi presta. Kjartan
29 Kjartan Helgason 1912: 180. Þessi orð Kjartans gætu verið kveikja að hugvekjunni Spurningar
(1912) sem birtist í Nýju kirkjublaði. Þar veltir bréfritari sem kallar sig J. vöngum yflr störfum
presta og biskupa að fornu og nýju og ber saman við lækna og lögfræðinga.
30 Kjartan Helgason 1912: 181.
31 Friðrik J. Bergmann var þjónandi prestur í Vesturheimi og því starfandi í fríkirkju. Varaði hann
við því fyrirkomulagi hér. Óttaðist hann að ef fríkirkjuskipan yrði komið hér á myndi „á stórum
svæðum ... alls engin kirkja verða“, aðeins hluti fólksins tæki þátt í starfi fríkirkjusafnaðar sem yrði
erlendum trúboðsfélögum „að bráð og verða leiksoppur ofsatrúar, ofstækis og hindurvitna" og
lognast útaf á tiltölulega skömmum tíma. Friðrik J. Begmann 1911: 14-17. Sjá Hjalti Hugason
201 la: 27-37, 42—43. Jón Jónsson (1852-1923) frá Sleðbrjót fyrrum alþm. Norðmýlinga (flutti
vestur um haf 1903) varaði einnig við fríkirkjufyrirkomulagi og benti á að almenningur hér á
landi væri vart undir það búinn að standa undir fjárhagslegum rekstri fríkirkju er annað gæti
hlutverki sínu. Hitt taldi hann þó mikilvægara „...að ríkið viðurkenni „eilífðarmálin“ þess verð,
að það álíti sér skylt að telja þau eitt af þvi er miði til að skapa göfuga þjóð“. Jón frá Sleðbrjót
var því andvígu aðskilnaði af prinsípsástæðum. Jón Jónsson 1914: 228. Sjá Sigurður P. Sívertsen
1915b: 188-189.
102
J