Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Side 128
á þeim tíma þegar hann er uppi, bæði í tíma og rúmi.14 Því má halda
fram að þróunarsaga Hebrea frá ættbálkasamfélagi til trúarríkis sé rökrétt
afleiðing af búsetuskilyrðum þeirra,15 en staðreyndin er sú að Hebrear tóku
upp eingyðistrú 1000 - 2000 árum á undan nágrönnum sínum og frændum
sem bjuggu við svipuð búsetuskilyrði.
Rannsóknir trúarbragðafræðinga á Gamla testamentinu og skyldum
textum eru gríðarlega viðamiklar, bæði hvað varðar aldur, uppruna, innihald
og textatúlkun. Mest af því er utan efnis þessarar greinar, svo það nægir að
taka einn af þessum fræðimönnum sem dæmi um þá fræðilegu nálgun sem
snertir fyrrgreindar rannsóknarspurningar. Lengsta og rótgrónasta hefðin
er meðal fræðimanna í gyðinglegum fræðum. Taka má dæmi af einum
þeirra og hvað hann kennir sem viðtekin fræði, þetta er prófessor Christine
Hayes, prófessor í sígildum gyðinglegum fræðum (Classical Judaica) við Yale
háskólann. Efni hennar er opið á netinu.16
Christine Hayes kennir að Mósebækurnar séu settar saman úr ýmsum
öðrum ritum, nú fyndum. Þar hefur nafn Guðs verið ritað með ýmsum
hætti, en öll minna þau nöfn á El, guðinn sem áður er getið. Til að fara fljótt
yfir sögu, þá kennir prófessor Hayes ekki, að eingyðistrúin hafi fortakslaust
þróast úr trúnni á El. Orsökin er væntanlega að samkvæmt sköpunarsögunni
hefur Yahve alltaf verið með mönnum síðan hann skapaði Adam og menn
trúað á hann. En rannsóknir benda þó til, að stundum hafi komið aftur-
kippur í eingyðistrúna hjá Hebreum og fólk farið að trúa á aðra semíska
guði sem algengir voru í Kananslandi, svo sem Baal og gyðjuna Aséra,17
en horfið síðan frá villu síns vegar með góðu eða illu. Þetta er líka í fullu
samræmi við Biblíuna; 18
Það er því ekkert sem bendir til annars en þegar Hebrear vinna landið
helga og stofna Ísraelsríki um 1200 - 1100 fyrir Krist sé eingyðistrúin
komin til að vera. En þetta virðist vera eini sigurinn sem þjóðin vinnur.
14 Assmann, J., 2008: Of God and gods: Egypt, Israel, and the rise of monotheism. George L. Mosse
series in modern European cultural and intellectual history, University of Wisconsin Press, 196
pp.
15 Hillel, D., 2006: The natural history of the Bible: an environmental exploration of the Hebrew
scriptures. Columbia University Press, xii, 354 pp.
16 RLST 145: INT. THE OLD TESTAMENT (HEBREW BIBLE) http://oyc.yale.edu/
religious-studies/rlst-145
17 Ide, A. F., 1991: Yahweh’s wife: sex in the evolution of monotheism: a study ofYahweh, Asherah,
ritual sodomy, and Temple prostitution. Woman in history series, V. 19, Monument Press, 112 pp.
18 Rosenbaum, S. N., 2002: Understanding Biblical Israel: a reexamination ofthe origins of monotheism.
lst ed. Mercer University Press, x, 338 pp.
126