Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Side 140

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Side 140
Lagagrunnur Biblíunnar er gyðingdómur nánast óbreyttur. Þó kristnir vilji ekki gangast undir gyðingdóm aftur, verður þó að taka Gamla testa- mentið með í Biblíunni, eftir því lögmáli hafa þeir lifað. Hugsanlega hafa kirkjuþingmenn verið svo uppteknir af trúmálum að þeir hafa ekki munað eftir því að dómsvald þarf að virka á jörðinni líka, ekki bara á himnum. Þar er mönnum nokkur vorkunn, Rómarríki er í lagalegu tómarúmi, kristni er orðin ríkistrú fyrir tilstuðlan fólks sem hefur lifað samkvæmt hellenískum gyðingdómi. Söfnuðirnir orðnir fullir af fólki sem veit það eitt um gyðingdóm að gyðingar krossfestu þann Krist sem þeir eiga að trúa á. I rómverska lýðveldinu skapaðist merkileg lagahefð með borgaralegum dómstólum undir stjórn dómstjóra (praetor) sem heldur áfram inn í síðfornöld.38 Margir halda í heiðri grísk eða rómversk lög, eða það sem eftir er af þeim eftir útvötnun ýmissa harðstjóra. Gyðingar halda í sín lög og kristnir reyna að koma á biskupadómstólum til að leysa deilumál sín innan eigin raða. Hin lagalega ringulreið er nokkurn veginn alger í Rómaveldi.39 Corpus Juris Civilis Nauðsyn þess að koma á nothæfum lögum sem giltu jafnt fyrir alla var nokkuð augljós. Þetta er ekki bara augljóst út frá sjónarmiðum kristninnar um mannúð og réttlæti, heldur líka út frá því borgaralega sjónarmiði að halda uppi friði og atvinnuháttum. Þetta erfiða verkefni tekur að sér Jústiníanus I 40 keisari austrómverska ríkisins, sem nú nefnist Býsans, og felur það Tribonian lögmanni (jurist), en hann er sá fyrsti til að bera þennan titil. Það sem Tribonian hafði til að moða úr var Codex Theodosianus gefinn út 438 eftir Krist og verk frá fjórðu öld sem hétu Codex Gregorianus og Codex Hermogenianus. Þessar bækur voru samdar í þeim tilgangi að safna saman öllum þeim þúsundum af tilskipunum (constitutiones) kristinna keisara frá Konstantín, sem þá voru til. Það er mjög athyglisvert að þarna er upphafleg ætlan að taka aðeins kristna keisara með og fara ekki aftur í heiðna keisara. Þó er vitað að stærstur hluti tilskipana kristnu keisaranna byggist á eldri tilskipunum þeirra heiðnu beint og óbeint. Auðvitað fer það ekki fram hjá 38 Humfress, C., 2007: Orthodoxy and the courts in late antiquity, Oxford University Press. 39 Sem dæmi má nefna að Kládíus keisari í Róm árin 41-54 átti það til að setjast sjálfur í sæti dómara og kveða upp dóma, en dómar hans þóttu tilviljanakenndir og stundum í andstöðu við gildandi lög (Suetonius: De Vita Caesarum—Divus Claudius, c. 110 CE, http://www.fordham. edu/halsall/ancient/suet-claudius-rolfe.html). 40 Justinianus I http://en.wikipedia.Org/wiki/Justinian_I#cite_note-54 með 98 tilvitnunum og bókalista. 138
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.