Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Page 140
Lagagrunnur Biblíunnar er gyðingdómur nánast óbreyttur. Þó kristnir
vilji ekki gangast undir gyðingdóm aftur, verður þó að taka Gamla testa-
mentið með í Biblíunni, eftir því lögmáli hafa þeir lifað. Hugsanlega hafa
kirkjuþingmenn verið svo uppteknir af trúmálum að þeir hafa ekki munað
eftir því að dómsvald þarf að virka á jörðinni líka, ekki bara á himnum.
Þar er mönnum nokkur vorkunn, Rómarríki er í lagalegu tómarúmi,
kristni er orðin ríkistrú fyrir tilstuðlan fólks sem hefur lifað samkvæmt
hellenískum gyðingdómi. Söfnuðirnir orðnir fullir af fólki sem veit það eitt
um gyðingdóm að gyðingar krossfestu þann Krist sem þeir eiga að trúa á.
I rómverska lýðveldinu skapaðist merkileg lagahefð með borgaralegum
dómstólum undir stjórn dómstjóra (praetor) sem heldur áfram inn í
síðfornöld.38 Margir halda í heiðri grísk eða rómversk lög, eða það sem
eftir er af þeim eftir útvötnun ýmissa harðstjóra. Gyðingar halda í sín lög og
kristnir reyna að koma á biskupadómstólum til að leysa deilumál sín innan
eigin raða. Hin lagalega ringulreið er nokkurn veginn alger í Rómaveldi.39
Corpus Juris Civilis
Nauðsyn þess að koma á nothæfum lögum sem giltu jafnt fyrir alla var
nokkuð augljós. Þetta er ekki bara augljóst út frá sjónarmiðum kristninnar
um mannúð og réttlæti, heldur líka út frá því borgaralega sjónarmiði að halda
uppi friði og atvinnuháttum. Þetta erfiða verkefni tekur að sér Jústiníanus
I 40 keisari austrómverska ríkisins, sem nú nefnist Býsans, og felur það
Tribonian lögmanni (jurist), en hann er sá fyrsti til að bera þennan titil.
Það sem Tribonian hafði til að moða úr var Codex Theodosianus gefinn út
438 eftir Krist og verk frá fjórðu öld sem hétu Codex Gregorianus og Codex
Hermogenianus. Þessar bækur voru samdar í þeim tilgangi að safna saman
öllum þeim þúsundum af tilskipunum (constitutiones) kristinna keisara frá
Konstantín, sem þá voru til. Það er mjög athyglisvert að þarna er upphafleg
ætlan að taka aðeins kristna keisara með og fara ekki aftur í heiðna keisara.
Þó er vitað að stærstur hluti tilskipana kristnu keisaranna byggist á eldri
tilskipunum þeirra heiðnu beint og óbeint. Auðvitað fer það ekki fram hjá
38 Humfress, C., 2007: Orthodoxy and the courts in late antiquity, Oxford University Press.
39 Sem dæmi má nefna að Kládíus keisari í Róm árin 41-54 átti það til að setjast sjálfur í sæti
dómara og kveða upp dóma, en dómar hans þóttu tilviljanakenndir og stundum í andstöðu við
gildandi lög (Suetonius: De Vita Caesarum—Divus Claudius, c. 110 CE, http://www.fordham.
edu/halsall/ancient/suet-claudius-rolfe.html).
40 Justinianus I http://en.wikipedia.Org/wiki/Justinian_I#cite_note-54 með 98 tilvitnunum og
bókalista.
138