Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Síða 141

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Síða 141
Tribonian, að með þessum hætti lenda ýmsar tilskipanir heiðinna keisara með, t.d. tilvitnanir í hin heiðnu lög rómverska lýðveldisins, Tólftöflulögin. Verk Tribonians, Codex Juris Civilis, er í heild sinni á netinu, bæði á latínu og ensku.41 í inngangi að lögbókinni, sem seinna fékk nafnið Corpus Juris Civilis,42 lofar keisarinn náðugan Guð og þakkar honum. Síðar segir: Grunnur þessara laga er að menn lifi heiðarlega, meiði ekki hver annan og hver fái það sem hann á. Þetta er í fullu samræmi við boðorðin 10 og Nóalögin, en hvorugt er nefnt á nafn43. Hvorki Nóalög né boðorðin fá raunverulegt lagagildi svo þarna brotnar sú þróun sem byrjaði með endurgjaldslögum í stað ættarblóðhefndar hjá flestum þjóðflokkum. Þetta gerir erfitt að rekja ákvæði Corpus Juris Civilis til gyðingdóms (t.d. Septuagint) þó guðsdýrkun og góðir siðir eigi að svífa yfir vötnunum. Tengslin við Rómarétt eru hins vegar vandlega rakin í verkinu sjálfu. Hugsanlega telja margir fræðimenn að þróunarbrautin liggi frekar þar í gegn, því Tólftöflulögin, sem getið er að góðu einu í Corpus Juris Civilis, byggjast líka á endurgjaldslögum alveg eins og upphaflegur gyðingdómur. Við þessa skoðun verður hinsvegar að gera þá athugasemd, að kristin áhrif eru ótvíræð í bókinni og kristnin er á þessum tíma ennþá helleniskur gyðingdómur að miklu leyti, að viðbættum kenningum Krists sem færa trúarbrögðin, og þar með þann lagagrunn sem trúaðir eiga að lifa eftir, nær nútímanum og fjær endurgjaldslögum. En sá jafnræðisandi sem með réttu á að ríkja í kristnu ríki víkur um sinn, og menn fá að semja sig frá afbrotum með fébótum. í þessu felst brotið og það á eftir að hafa alvarlegar afleiðingar. Hvers vegna er þetta gert svona? Ríkið er kristið, kirkjur margar og keisarinn gerir sér far um að vera Guði þóknanlegur. Samt ritar hann lögbók sem í fljótu bragði gæti virst meira ættuð úr heiðnum sið en kristnum, þó svo sé ekki í raun. Hans fræðimaður, Tribonian, vitnar í náttúrulög án þess að minnast á Aristóteles eða Nóalög, sem hann hefur vafalítið þekkt.44 41 Corpus Juris Civilis; http://www.constitution.org/sps/sps.htm (Ensk þýðing) 42 Corpus Juris Civilis; http://en.wikipedia.org/wiki/CorpusJuris_Civilis ásamt 9 tilvitnunum 43 Ymsar ástæður geta legið til þess að Tribonian notar sama lagagrunn og Biblían án þess að nefna hana á nafn. Gyðingar voru ekki með öllu vinsælir í Rómaveldi í lok fornaldar, róstur milli þeirra og Grikkja voru tíðar, sérstaklega í Alexandríu. Tribonian skilgreinir líka náttúrulög en minnist ekki á Nóalög. En í textanum eru tvær tilvitnanir sem telja má úr fimmtu Mósebók. Síðar bætir Leó keisari við einni tilvitnun í Móse, efnislega sjöunda lögmáli Nóa (Tilskipun 58). 44 Þetta er hundrað árum áður en íslam kemur til sögunnar og hertekur allar menningarstöðvar sunnan Býsans, t.d. bókasafnið í Alexandríu. 139
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.