Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Side 142

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Side 142
EfTribonian hefði leyft sér að vitna til Nóalaga, eða boðorðanna 10 hefði hann átt mun auðveldara með að samræma tilskipanir hinna ýmsu keisara og fella þær brott sem úreltar voru og efla þannig vald keisarans. En hvað gengur Tribonian til, að vilja ekki nota þennan möguleika til að hafa meira lagatæknilegt svigrúm? Vill hann ekki hleypa klerkum að verkinu með allt þeirra trúarþras? Taldi hann með öllu óæskilegt að áhrif gyðinga sæjust á verkinu? Hér má ekki gleymast, að á þessum tíma eru sumir textar í Sjötíu manna þýðingunni þegar orðnir nær tvö þúsund ára gamlir og allt tal um hirðingjalíf auðvitað gamalt rugl fyrir hátt setta Rómverja, fyrir utan ýmsar kreddur í bókinni sem Rómverjum hefur í besta falli þótt fyndnar. En það fer ekki milli mála að þarna sleppir Tribonian tækifærinu til að slá því föstu með beinum hætti að grunnur laganna sé frá Guði almáttugum, sem hefði gefið verki hans allt aðra vigt í framtíðinni. Allt þetta kemur til greina, en eðlilegasta skýringin er væntanlega sú, að Justiníanus er rómverskur keisari með rómverska stjórnsýslu undir sér þar sem hann þarf að hafa hemil á einræðistilburðum héraðsstjóra38 og hans maður, Tribonian, er hátt settur embættismaður af æðstu stétt Rómverja. Corpus Juris Civilis er að þessu leyti til beint framhald af starfi annarra keisara og hugsanlega er Justiníanus að ganga þannig frá málum að þessi staðreynd sé öllum ljós, honum hafi þótt þessi aðferð betur fallin til að styrkja stjórnvald sitt sem keisara. Útkoman er svo lögbók þar sem verulega þarf að skyggnast undir yfir- borðið til að sjá áhrifin frá hinum nýja sið, en þau eru þarna. Síðari keisarar reyna að bæta eitthvað úr þessu, og setja inn ýmis ákvæði um réttindi kvenna, barna og þræla sem eru engin í heiðnum rómverskum lögum.45 Corpus Juris Civilis hafði gríðarleg áhrif í hinum kaþólska heimi, sérstak- lega í Býsans en líka á Italíu þó það færi ekki hátt. En fleiri spor markaði Býsans ekki í lagaheimi vesturálfunnar þó ríkið stæði í nærri þúsund ár. Það kom í hlut annarra manna að slá því föstu að lögin kæmu frá Guði. Corpus Juris Canonici Það væri of langt mál að telja upp allt það sem stuðlaði að útgáfu þessa verks, sem telja má til endurreisnarinnar, aðeins fátt eitt skal tínt til. íslam skekur Evrópu með landvinningum sínum í Miðausturlöndum og Norður-Afríku allt til Spánar. A svipuðum tíma fer að bera á víkingum í 45 Berman, H. J., 1979: Interaction ofLaw and Religion. Humanides in Society, 2, 53 - 54. 140
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.