Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Side 149

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Side 149
á að falla að undangengnum dómi. Guð er hæstiréttur og getur því ekki verið nema einn, svo úthýsa verður öðrum guðum, einn Guð er ekki bara heilög trú, það er líka réttarfarsleg nauðsyn. Tekið saman þá er þetta alger andstæða hins forna hefndarréttar, þar sem blóðhefnd var ekki bara réttur heldur heilög skylda. I trúarríkinu er gengið mun lengra en þekkist annar- staðar í endurgjaldslögum, persónuleg blóðhefnd án dóms og laga er orðin synd gegn Guði og er refsað, en var áður dyggð sem ekki mátti víkjast undan. Þetta er mjög athyglisvert þegar það er skoðað út frá skilgreiningu síðari tíma Stóuspekinga til forna. Þeir héldu því fram að dyggðir og ódyggðir (synd) væru að eilífu ósamrýmanlegar, en það verður ekki gert hér. Þriðja spurningin var: Hverjar af þessum breytingum urðu varanlegar og hvaða spor skilja þau eftir sig í samtímalögum? Því er fljótsvarað, boðorðin 10 eru siðferðisgrunnur laga um vesturheim allan. I þessu samhengi er mjög athyglisvert, að túlkunin á trúfrelsi er sett í stjórnarskrána.64 Hvað er átt við með góðu siðferði og allsherjarreglu sem þar er sagt að trúfélög megi ekki vinna gegn? Burtséð frá stjórnarskránni sjálfri er ekkert annað til en boðorðin og siðfræði frá þeim komin, svo sem Nóalög og seinni tíma kenningar sem samræmast þeim. Því má halda fram hér á móti, að farið sé að slakna á lagalegri eftirfylgni við sum af boðorðunum, t.d. þau sem víkja að kvensemi og ágirnd, en það er tiltölulega nýtilkomið og þessir eiginleikar teljast ekki ennþá til dyggða. Hér veldur það hinsvegar verulegum ruglingi hvað leiðin að siðgæðisvitund nútímans hefur verið margbrotin og krókótt. Þegar hinir heiðnu keisarar Rómar taka upp kristni, gera þeir sitt ítrasta til að hafa Rómarétt áfram í trássi við inntak og eðli trúarríkisins sem kristnin er sprottin upp úr. Corpus Juris Civilis ber þessu vitni. Miðaldir verða tími gríðarlegrar spillingar þar sem forréttindastéttir, bæði aðall og háklerkar, telja sig ekki þurfa að fara eftir almennum lögum, því í Rómarétti er hægt að semja sig frá öllum afbrotum gegn veikari aðilum. Það er einkum aðallinn sem lifir áfram í anda hefndarréttar, sem kirkjan berst gegn. En Tómas Aquinas kemur siðfræði laga aftur á hina upphaflegu braut, með hjálp Corpus Juris Canonici og heimspekiboðskapar Aristótelesar. Þó líða mörg hundruð ár, áður en menn verða jafnir fyrir lögum eins og fyrsta boðorð Nóalaga segir að þeir skuli vera og telja verður að sé andi almennra laga í dag. Því má segja sem svo, að 64 63. grein: Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannferingu hvers og eins. Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góSu siSferSi eda allsherjarreglu. 147 L
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.