Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Side 155

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Side 155
eru vanhæfir til hjúskapar frá móðurlífi, suma hafa menn gert vanhæfa, sumir hafa sjálfir gert sig vanhæfa vegna himnaríkis. Sá höndli sem höndlað fær.“ (v. 11-12) Þessi ummæli Jesú hafa löngum þótt torræð.9 Þau eru sett fram í fram- haldi af umræðu um skilnaði og því er algengt að tengja þau framkomu maka í garð hvors annars í hjónabandi. Ein hugsanleg túlkun er sú að það að lifa í hjónabandi samkvæmt strangasta viðmiði Jesú merki að lifa án kynlífs, eins og geldingur, vegna guðsríkisins.10 Innan fjölmargra eldri kristinna hefða voru þessi orð þó ekki túlkuð á þennan hátt. í stað þess að skilja orð Jesú á þá leið að þau fjölluðu um framkomu maka í garð hvors annars í hjónabandinu, var litið svo á að Jesús boðaði algera höfnun hjónabandsins vegna guðsríkisins. Jesús var sem sagt álitinn boða einlífi eða skírlífi með ofangreindum orðum og sumir gengu svo langt í túlkun sinni að telja að Jesús boðaði að sá sem fylgdi sér ætti hreinlega að gelda sjálfan sig.11 Lítum á annað dæmi sem tengja má hugsjónum um líf í eftirfylgd við Jesú og tengist svipuðu stefi. I 12. kafla Matteusarguðspjalls er Jesú sagt frá því að móðir hans og bræður bíði eftir honum úti og vilji ná tali af honum. Svar Jesú er eftirfarandi: „Hver er móðir mín og hverjir eru bræðir mínir?“ (v. 48) I framhaldi af þessum orðum bendir hann á lærisveinana og segir: „Hér er móðir mín og bræður mínir. Hver sem gerir vilja föður míns sem er á himnum, sá er bróðir minn, systir og móðir.“ (v. 49-50) Sama saga er sögð í 3. kafla Markúsarguðspjalls og einnig í 8. kafla Lúkasarguðspjalls. Á öðrum stað í Matteusarguðspjalli boðar Jesús að sönn eftirfylgd krefjist þess að maður rísi gegn líffræðilegri fjölskyldu sinni og jafnvel að rétt sé að yfirgefa hana (Matt 10.21, 34-37). I Lúkasarguðspjalli gengur eftirfylgdin við Krist gegn skyldunum við fjölskylduna. í því tilviki er fjallað um mann nokkurn sem vildi fá að fylgja föður sínum til grafar áður en hann slægist í þann hóp sem fylgdi Jesú. Jesús segir af því tilefni: „Lát hina dauðu jarða 9 Þetta er eini staðurinn í Nýja testamentinu þar sem þetta efni ber á góma. íslenska þýðingin hefur breyst í tímans rás en í eldri biblíuþýðingum var talað um geldinga og að vana eða gelda sig. f síðari biblíuþýðingum er hugtakið geldingur horfið og í staðinn talað um þá sem eru vanhæfir til hjúskapar. Miklar rannsóknir hafa verið gerðar á stöðu geldinga á tímum frumkristni en hér er þó ekki unnt að gera grein fýrir þeim rannsóknum. Sjá Clarence Glad, „Matteusarguðspjall 19.3-15. Áherslur og samhengi. Fjölskyldan, hjónaband, einlífi og skírlífi í frumkristni“, apríl 2006, sótt 14. júní 2012 af: http://www2.kirkjan.is/skjol/samkynhneigdogkirkja/clarence-glad-matteusargudspjall-19-3-15. pdf 10 Mark D. Jordan, The Ethics ofSex, Oxford: Blackwell, 2002, bls. 48. 11 Sama rit, sami staður. Mark Jordan vísar hér sérstaklega til túlkunar trúvarnarmannsins Origenesar (um 185 -250). 153 L
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.