Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Page 157

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Page 157
og niðurstaðan er sú að Páll býður fram hugsjónina um dygð einlífisins sem val, en hjónabandið fremur sem vörn eða neyðarráðstöfun gegn girnd og losta. I eftirfarandi texta kemur þessi siðferðilega klemma Páls vel fram: Ertu við konu bundinn? Leitast þá ekki við að verða laus. Ertu laus orðinn við konu? Leita þá ekki kvonfangs. En þótt þú kvongist syndgar þú ekki og ef ógifta konan giftist syndgar hún ekki. En erfitt verður slíkum lífið hér á jörðu. Við því vildi ég hlífa ykkur. En það segi ég, systkin, tíminn er orðinn naumur. Hér eftir skulu jafnvel þau sem gift eru vera eins og þau væru það ekki, ... Hinn ókvænti ber fyrir brjósti hvernig hann megi þóknast Drottni. En hinn kvænti ber fyrir brjósti veraldleg efni svo að hann geti þóknast konunni. Hann er tvískiptur. Ógifta konan og mærin bera fyrir brjósd að vera heilagar á sál og líkama svo að þær geti þóknast Drottni. En gifta konan ber fyrir brjósti veraldlega hluti svo að hún geti þóknast manni sínum. ... Konan er bundin meðan maður hennar er á lífí. En ef maðurinn deyr er henni frjálst að giftast hverjum sem hún vill, aðeins að hann sé trúaður. Þó er hún sælli ef hún heldur áfram að vera eins og hún er, það er mín skoðun. En ég þykist og hafa anda Guðs. (lKor 7.27-29, 32-34, 39—40) Nú er það augljóst að til þessa texta má einnig vísa til að tala fyrir hinu gagnstæða, eða því að hinir kristnu skulu ganga í hjónaband, enda hefur það verið gert. Þannig sannast aftur og enn að til eins og sama biblíutexta má oft vísa, til að hafna eða mæla fyrir sama hlutnum. Sé textinn grand- skoðaður má þó sjá að framsetning Páls fylgir ákveðnu kerfi andstæðu- hugsunar þar sem hinir giftu og hinir ógiftu mynda tvo ólíka póla sem engan veginn eru sambærilegir. Enginn vafi leikur á hvor kosturinn er betri. Sá betri er augljóslega sá sem klæddur er í hugsjónina um hina sönnu eftirfylgd við Krist. Þau sem eru ógift eru frjáls eða laus á meðan þau sem eru gift eru bundin (v. 27, 39). Ógift kona leitar heilagleika fyrir líf og sál, en gift kona leitar fullnægingar eiginmannsins. Hin ógiftu gefa sig Drottni á vald, hin giftu gefa sig heiminum. Hjónalífið er sérstaklega viðkvæmt fyrir freistingum holdsins (v. 28) - því er betra að giftast ekki (v. 38). Tvisvar sinnum í sjöunda kaflanum beinir Páll kastljósinu að sjálfum sér sem ógiftum manni og bendir á að það sé hin rétta eftirfylgd við Krist (v. 7 og 8). í lok kaflans ítrekar hann að ógifta konan öðlist meiri blessun en sú gifta, hún er sælli - og réttlætir það með því að vísa til sjálfs sín (v. 40). Sé rýnt enn nákvæmar í orð Páls þá er það svo að hann ber aldrei orð Jesú fyrir því hvað felist í hinni sönnu kristnu eftirfylgd. Þvert á móti skrifar hann: „Um einlífi hef ég enga skipun frá Drottni. 155 L
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.