Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Síða 157
og niðurstaðan er sú að Páll býður fram hugsjónina um dygð einlífisins
sem val, en hjónabandið fremur sem vörn eða neyðarráðstöfun gegn
girnd og losta. I eftirfarandi texta kemur þessi siðferðilega klemma Páls
vel fram:
Ertu við konu bundinn? Leitast þá ekki við að verða laus. Ertu laus orðinn
við konu? Leita þá ekki kvonfangs. En þótt þú kvongist syndgar þú ekki og
ef ógifta konan giftist syndgar hún ekki. En erfitt verður slíkum lífið hér á
jörðu. Við því vildi ég hlífa ykkur. En það segi ég, systkin, tíminn er orðinn
naumur. Hér eftir skulu jafnvel þau sem gift eru vera eins og þau væru það
ekki, ... Hinn ókvænti ber fyrir brjósti hvernig hann megi þóknast Drottni.
En hinn kvænti ber fyrir brjósti veraldleg efni svo að hann geti þóknast
konunni. Hann er tvískiptur. Ógifta konan og mærin bera fyrir brjósd að
vera heilagar á sál og líkama svo að þær geti þóknast Drottni. En gifta konan
ber fyrir brjósti veraldlega hluti svo að hún geti þóknast manni sínum. ...
Konan er bundin meðan maður hennar er á lífí. En ef maðurinn deyr er
henni frjálst að giftast hverjum sem hún vill, aðeins að hann sé trúaður. Þó
er hún sælli ef hún heldur áfram að vera eins og hún er, það er mín skoðun.
En ég þykist og hafa anda Guðs. (lKor 7.27-29, 32-34, 39—40)
Nú er það augljóst að til þessa texta má einnig vísa til að tala fyrir hinu
gagnstæða, eða því að hinir kristnu skulu ganga í hjónaband, enda hefur
það verið gert. Þannig sannast aftur og enn að til eins og sama biblíutexta
má oft vísa, til að hafna eða mæla fyrir sama hlutnum. Sé textinn grand-
skoðaður má þó sjá að framsetning Páls fylgir ákveðnu kerfi andstæðu-
hugsunar þar sem hinir giftu og hinir ógiftu mynda tvo ólíka póla sem
engan veginn eru sambærilegir. Enginn vafi leikur á hvor kosturinn er
betri. Sá betri er augljóslega sá sem klæddur er í hugsjónina um hina
sönnu eftirfylgd við Krist. Þau sem eru ógift eru frjáls eða laus á meðan
þau sem eru gift eru bundin (v. 27, 39). Ógift kona leitar heilagleika fyrir
líf og sál, en gift kona leitar fullnægingar eiginmannsins. Hin ógiftu gefa
sig Drottni á vald, hin giftu gefa sig heiminum. Hjónalífið er sérstaklega
viðkvæmt fyrir freistingum holdsins (v. 28) - því er betra að giftast ekki
(v. 38). Tvisvar sinnum í sjöunda kaflanum beinir Páll kastljósinu að
sjálfum sér sem ógiftum manni og bendir á að það sé hin rétta eftirfylgd
við Krist (v. 7 og 8). í lok kaflans ítrekar hann að ógifta konan öðlist
meiri blessun en sú gifta, hún er sælli - og réttlætir það með því að vísa til
sjálfs sín (v. 40). Sé rýnt enn nákvæmar í orð Páls þá er það svo að hann
ber aldrei orð Jesú fyrir því hvað felist í hinni sönnu kristnu eftirfylgd.
Þvert á móti skrifar hann: „Um einlífi hef ég enga skipun frá Drottni.
155
L