Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Page 159

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Page 159
Gregoríus því fram að skírlífi, og ekki aðeins einlífi/ókvæni, sé hin sanna, kristna leið til dygðar fyrir bæði karla og konur. Ritinu svipar að mörgu leyti til grískrar heimspeki og ræðulistar, einkum hvað áherslur á dygðir og farsæld áhrærir.16 Gregoríus vitnar m.a. til fordæmis Jesú, Maríu guðsmóður, Miriam og Páls postula um skírlífi og ítrekar að líf þeirra endurspegli hina sönnu eftirfylgd við Krist. Skírlífið sé ekki aðeins forsmekkur himnaríkis, heldur feli það í sér ímynd Guðs og þátttöku í hreinleika og óspillanleika (e. incorruptibility) guðdómsins.17 Hjónabandið er á hinn bóginn sorgleg mistök, að hans mati. Með því kemur margt bölið inn í mannlegt líf og hefur skelfilegar þjáningar í för með sér. Ekki aðeins nefnir hann hórdóm, skilnað og svik sem dæmi um þær þjáningar, heldur einnig græðgi, öfund, reiði, hatur, innantóman metnað og fleira.18 Gregoríus skrifar: „Óskin um að verða öðrum fremri er dauðasynd hrokans. Það er ekki ofmælt að kalla þá ósk rót sérhverrar syndar, en það er af ástæðum sem tengjast hjónabandinu sem þessi hroki kemur upp.“19 Það kemur á daginn að forsenda böls hjónabandsins er kynlífsþráin.20 Gregoríus er efins um að hjónaband eigi yfirleitt að vera leyfilegt fyrir hina kristnu vegna þeirrar hættu sem sálinni stafar af því. Jafnvel hóflegt og löglegt kynlíf feli í sér háska fyrir hina veiklunduðu, þeir dragist að holdinu og festist í hinum líkamlegu þrám í stað þeirra andlegu. Mikil hætta sé á því að menn fjarlægist þann Guð sem krefjist aðgreiningar holds og anda og því sé það langsamlega best fyrir hina veiklunduðu að sækja um hæli í hinu örugga borgríki skírlífisins.21 Með því að ganga inn í það gangi þeir jafnframt inn í konungdæmi lífsins og yfirgefi ríki dauðans. Getnaður og fæðing barna er í hans huga fyrst og fremst stuðningur við hringrás dauðans. Val á skírlífi í stað hjónabands, að losna undan barnsburði og barnauppeldi, feli í sér vörn gegn stöðugri nálægð dauðans. Kristur, sem fæddur var af hreinni mey, bjóði upprisu í stað stöðugs dauða. Niðurstaða Gregoríusar var því sú að sá sem velji að giftast 16 Sama rit, bls. 300. 17 De virginitate, t.d. í kafla II og XIX. 18 Sama rit, sjá t.d. í kafla III og víðar. 19 Sama rit, sjá kafla IV. Enski textinn hljóðar svo: „Now the wish to be before others is the deadly sin of pride, and one would not be far wrong in saying that this is the seed-root of all the thorns of sin; but it is from reasons connected with marriage that this pride mostly begins.“ 20 Sama rit, kafli IV og XII. 21 Sama rit, kafli IX. 157 L
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.