Orð og tunga - 01.06.1988, Blaðsíða 20
8
Orð og tunga
Niðurstöður þeirra Eiríks og Vilhjálms um algengustu orðmyndirnar verða
notaðar til samanburðar í kafla 6.1.
3.5 Beygingakerfi nafnorða í nútímaíslensku
Tíðnikönnun Ástu Svavarsdóttur (1987) er af nokkuð öðrum toga en þær þrjár
sem fjallað var um hér að framan. Þessi könnun er hluti af kandídatsritgerð
Astu Beygingakerfi nafnorða í nútímaíslensku og gerð sem „tilraun til að nota
tíðni sem mælikvarða á mörkun formlegra einkenna í nafnorðabeygingunni og
þar með á mörkun beygingarflokka“ (Ásta Svavarsdóttir 1987:119). Rannsóknin
er byggð á fjórum tíðniskrám, þeirra Ársæls Sigurðssonar (1940), Baldurs Jóns-
sonar (1975), Björns Ellertssonar (1983) og Eiríks Rögnvaldssonar og Vilhjálms
Sigurjónssonar (1986).
Niðurstöður Ástu eru það viðamiklar að engin tök eru á því að gera þeim
fullnægjandi skil hér; aðeins verður drepið á helstu niðurstöður um stærð beyg-
ingarflokka en sleppt öllu varðandi tíðni beygingarendinga.
Nafnorð skiptast þannig á milli kynja að kvenkynsorð eru flest 428 (40,88%),
síðan hvorugkynsorð 338 (32,28%) en karlkynsorðin fæst 281 (26,84%). Ásta
skiptir nafnorðunum í 27 beygingarflokka auk þess sem nokkur orð falla utan
flokka. Hvorugkynsorð hafa einfaldasta beygingu en þau falla aðeins í tvo flokka
sem beygjast annars vegar eins og borð og hins vegar eins og auga. Beyging-
arflokkar karlkynsorða eru heldur fleiri, eða 10, en flestir eru beygingarflokkar
kvenkynsorða, 15. I töflu 5 eru tilgreindir þeir beygingarflokkar sem ná meira
en 5% hlutdeild í heildarorðafjöldanum. I töflunni kemur fram fjöldi orða sem
Flokkur Dæmi Fjöldi orða % afls % kyns
1. borð 333 31,81 98,52
2. frétt 181 17,29 42,29
3. klukka 118 11,27 27,57
4. strákur 87 8,31 30,96
5. bolti 82 7,83 29,18
Alls 801 76,50
Tafla 5: Algengustu beygingarflokkar nafnorða
beygjast samkvæmt hverjum beygingarflokki, hundraðshluti hvers beygingar-
flokks alls og innan hvers kyns. Þannig mynda orð sem beygjast eins og borð
algengasta beygingarflokk nafnorða, alls 333 orð í gögnum Ástu. Þessi orð eru
alls 31,81% af nafnorðunum og 98,52% af livorugkynsorðunum. I töflu 5 sést að
fimm stærstu beygingarflokkarnir hafa að geyma rúmlega þrjá fjórðu hluta allra
nafnorðanna. Sá fjórðungur sem eftir er skiptist því á milli 22 smáflokka, sem
flestir hafa innan við 1% orða liver, auk þeirra orða sem lenda utan flokka sem
munu vera 2,77% nafnorðanna.