Orð og tunga - 01.06.1988, Blaðsíða 28
16
Orð og tunga
þolmynd) taka með sér lýsingarhátt þátíðar (t.d. kertin voru keypt í versluninni,
þá var klukkan orðin sex).
Myndir sagna eru tvær: germynd og miðmynd. Þær þarfnast ekki útskýringa
en þó er rétt að geta þess hér að ekki var færð sérstök uppflettimynd fyrir
sagnir í miðmynd nema samsvarandi germynd væri ekki til. Sem dæmi má
nefna að færð var uppflettimyndin fylgja við lesmálsorðið fylgdust en hins vegar
uppflettimyndin ráðgast við lesmálsorðið ráðgast þar sem sögnin ráðga er ekki
til.
Þegar lokið var við að greina hátt og mynd sagnanna voru sagnir í persónu-
háttum (framsöguhætti, viðtengingarhætti og boðhætti) greindar í persónu, tölu
og tíð, sagnir í lýsingarhætti þátíðar í kyni, tölu og falli, en sagnir í öðrum háttum
(nafnhætti, sagnbót og lýsingarhætti nútíðar) ekki greindar frekar.
5.2.9 Atviksorð
Ymsir erfiðleikar komu upp við greiningu atviksorða. Þeir stafa í fyrsta lagi af
því að erfitt er að skilgreina þennan orðflokk vegna þess hversu ólík þau orð eru
sem talin hafa verið til atviksorða og erfitt að finna sameiginleg einkenni þeirra,
og í öðru lagi af því hversu mjög atviksorð skaxast við aðra orðflokka.
Forsetningar eru einn þeirra orðflokka sem skarast mjög við atviksorð. IJm
tveir þriðju þeirra forsetninga sem koma fyrir í textunum ellefu geta líka staðið
sem atviksorð samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu, þ.e. þar sem þau stýra
ekki falli. Sem dæmi má nefna orð eins og að, á, fyrir, t, með, til, um, við
og yfir, þ.e. allar algengustu forsetningarnar geta líka staðið sem atviksorð. Til
þess að hafa betri yfirsýn yfir það hvenær þessi orð stýra falli og hvenær ekki,
svo og til þess að auðveldara væri að safna tíðnitölum um það hversu oft þessi
orð stýra falli og hversu oft þau gera það ekki, var gripið til þess ráðs að greina
allar forsetningar sem atviksorð. Því er það að þau orð sem ýmist eru greind sem
forsetningar eða atviksorð í hefðbundinni orðflokkagreiningu eru hér undir einum
hatti sem atviksorð. Jafiiframt voru þau orð sem hér teljast til atviksorða greind
með tilliti til þess hvort þau stýra falli og, ef svo er, greint um hvaða fall er að
ræða. Þetta kemur ljóslega fram í kafla 6.8. Að vísu ber að geta þess að ekki er
alltaf ljóst hvort orðin stýra falli eða ekki vegna þess að algengt er að nafnliðirnir
hafi verið fluttir frá fallvaldinum eða einfaldlega felldir brott. Ymis vafaatriði
komu því upp við þessa greiningu og má nefna hér eitt: I tilvísunarsetningum
er algengt að sá nafnliður sem forsetningin stýrir falli á hafi verði felldur brott:
húsið sem reimt var í___Þarna, og í fLeiri svipuðum tilvikum þar sem augljóst
er að nafnliðurinn hefur verið felldur brott, er atviksorðið talið stýra falli og
er það reyndar í samræmi við hefðbundna greiningu nema hvað þá er talið að
forsetningin stýri falli „tilvísunarfornafnsins“.
Annar orðflokkur sem skarast mjög við atviksorð eru lýsingarorð. Ymis lýs-
ingarorð eru talin verða að atviksorðum við vissar aðstæður og er yfirleitt hægt
að skera úr um orðflokkinn á grundvelli stöðu orðanna og hlutverks; lýsingarorð
standa í ákveðnu falli og eiga við fallorð en atviksorð standa yfirleitt með sögnum,
lýsingarorðum eða öðrum atviksorðum. Þanng má nefna sem dæmi að þvert er
lýsingarorð í þvert yfir landið en atviksorð í misgengi liggur um fjallið þvert. Á