Orð og tunga - 01.06.1988, Blaðsíða 55
Friðrik Magnússon: Hvað er títt?
43
þessi orð geti ekki stýrt falli. í þessum hópi er einnig ofan, sem telst að vísu
til forsetninga samkvæmt hefðbundinni orðflokkagreiningu en stýrir hér þolfalli
í einu tilviki og hefur þá sömu merkingu og niður: þá getur maður dottið ofan
stiga. Atviksorðin í töflu 38 stýra alls 698 sinnum þolfalii (61,66%) en 434 sinnum
stýra þau ekki falli (38,34%).
I töflu 39 er að finna þau atviksorð sem geta stýrt þágufalh, alls 33 talsins.
Þar eru fjögur orð langalgengust, af, að, frá og úr, auk þess sem þessi orð
eru síðari liður í níu samsettum atviksorðum: austanúr, innaraf, ofanúr, uppað,
uppfrá, uppúr, utanaf, útaf og útúr.
Orð þgf 0 Alls Orð þgf 0 Alls
að 339 34 373 móti 4 3 7
af 378 25 403 nálægt 2 1 3
andspænis 3 3 nærri 8 27 35
austanúr 1 1 ofanúr 1 1
ásamt 5 1 6 samfara 1 1
fjarri 1 1 2 samkvæmt 29 29
framundan 2 2 undan 10 7 17
frá 212 12 224 uppað 1 1
gagnvart 7 7 uppfrá 2 2
gegn 12 12 uppúr 3 3
gegnt 1 1 utanaf 1 1
handa 9 9 úr 129 6 135
hjá 75 75 útaf 2 2
innaraf 1 1 útundan 1 1
jafnframt 1 12 13 útúr 3 3
meðfram 1 1 öndvert 1 1
mót 1 1
Tafla 39: Atviksorð sem geta stýrt þágufalli
Atviksorðin í töflu 39 stýra alls 1.242 sinnum þágufalli (90,26%) en 134
sinnum stýra þau ekki falli (9,74%). Þegar á heildina er litið eru þessi atviksorð
því ansi virkir fallstjórnendur.
I töflu 40 er síðan að finna þau orð sem geta bæði stýrt þolfalli og þágufalli
en það eru á, eftir, fyrir, í, með, undir, við og yfir en í töflunni eru auk þess
samsetningar með þessum atviksorðum sem síðari lið, samtals 30 orð. Samsetn-
ingarnar eru allar hafðar með í töflunni þótt nokkrar þeirra stýri aðeins öðru
hvoru fallinu.
Af þeim atviksorðum sem geta stýrt þolfalli og þágufalli eru tvö langalgeng-
ust, í og á, enda eru þetta tvö algengustu atviksorðin eins og fram kemur í
töflu 42. Nokkuð er mismunandi hvort orðin stýra oftar þolfalli eða þágufalli.
Þannig stýra t.d. á, í og með mun oftar þágufalli, við stýrir mun oftar þolfalli en
önnur stýra þolfalli og þágufalli nokkuð jöfnum höndum, t.d. eftir, fyrir og yfir.