Orð og tunga - 01.06.1988, Blaðsíða 53
Friðrik Magnússon: Hvað er títt?
41
6.8 Atviksorð
I töflu 35 er sýnd heildartíðni atviksorða (orða, orðmynda, beygingarmynda og
lesmálsorða). Svo sem sjá má eru atviksorðin tiltölulega fá, aðeins 517, en koma
oft fyrir, alls 12.146 sinnum, þannig að meðaltíðni þeirra er 23,49. Atviksorðin
eru líka næstalgengasti orðflokkurinn á eftir nafnorðunum eins og fram kom í
töflu 8. Einnig kemur fram að orðmyndir atviksorða eru ekki miklu fleiri en orðin,
Tíðni Að meðaltali
orðmyndir beygingarmyndir lesmálsorð
Orð 517 1,08 1,08 23,49
Orðmyndir 557 1,00 21,81
Beygingarmyndir 558 21,77
Lesmálsorð 12.146
Tafla 35: Tíðni atviksorða
557 orðmyndir en 517 orð, enda taka atviksorð mjög litlum formbreytingum
miðað við þá orðflokka sem fjaflað hefur verið um hér að framan. Eina beyging
atviksorða er stigbreytingin en aðeins 212 dæmi fundust um atviksorð í miðstigi
og 119 um atviksorð í efsta stigi.
Eins og áður er getið eru talin til atviksorða í þessari könnun orð sem venjan
er að telja til þriggja orðflokka í hefðbundinni orðflokkagreiningu, atviksorða,
forsetninga og upphrópana. Til að missa ekki alveg sjónar á þessum hefðbundnu
orðflokkum er atviksorðum skipt í þrjá flokka í töflu 36: 1) þau sem stýra ekki
fafli, 2) þau sem stýra falli og 3) upphrópanir. Þessir flokkar samsvara hefð-
Flokkar atviksorða Tíðni %
1. Atviksorð sem stýra ekki falli 5.137 42,29
2. Atviksorð sem stýra falli 6.933 57,08
3. Upphrópanir 76 0,63
AUs 12.146
Tafla 36: Flokkar atviksorða
bundnu orðflokkunum þremur að því undanskildu að nokkur orð sem geta stýrt
falli en eru engu að síður alltaf flokkuð sem atviksorð í hefðbundinni orðflokka-
greiningu (t.d. nálægt, nœr, síðla o.fl.) lenda hér ýmist í 1. eða 2. flokki eftir því
livort þau stýra falli eða ekki. I töflunni sést að meirihluti atviksorðanna stýrir
falli og einnig að upphrópanir eru mjög sjaldgæfax.
I töflu 37 eru síðan þau atviksorð sem stýra falli sundurliðuð. Þar sést að
algengast er að atviksorð stýri þágufalli en fæst stýra eignarfalli.