Orð og tunga - 01.06.1988, Blaðsíða 29
Friðrik Magnússon: Hvað er títt?
17
sama hátt var farið með fornöfn sem gegna ekki lengur hlutverki fornafna heldur
hlutverki áhersluorða eins og lýsingarorð sem orðin eru að atviksorðum. Sem
dæmi má nefna eitthvað (t.d. Nyrðri-Eldborg er eitthvað eldri en sú syðri), ekk-
ert (t.d. ró'dd hennar var ekkert Ijóðræn) og nokkuð (t.d. manstu nokkuð hvað
við sungum). Þessi „fornöfn" eru hér greind sem atviksorð til samræmis við
„lýsingarorðin" sem tekin voru dæmi um hér að framan.
Auk fallstjórnarinnar var síðan tilgreint hvort atviksorðin væru í frumstigi
eða efsta stigi.
Að lokum má svo geta þess að hér eru upphrópanir taldar með atviksorðum.
Vegna þess hversu fáar þær eru þótti ekki taka því að greina þær sem sérstakan
orðflokk en þær hafðar með atviksorðunum. Þær voru þó merktar sérstaklega
þannig að tölur um tíðni þeirra eru handbærar.
5.2.10 Samtengingar
Síðasti orðflokkurinn er svo samtengingar en þar sem þær voru ekki greindar á
neinn hátt er ekkert frekar um þær að segja, nema kannski það að samtengingar
eru hér alltaf aðeins eitt orð. Svokallaðar fleiryrtar samtengingar (til þess að,
vegna þess að, svo að o.fl.) voru bútaðar niður í einstðk lesmálsorð og þau greind
hvert út af fyrir sig (sem atviksorð, forsetningar, fornöfn, samtengingar o.s.frv.).
6 Niðurstöður
6.1 Heildarniðurstöður
Hér verða raktar helstu niðurstöður tíðnikönnunar OH, fyrst heildarniðurstöð-
urnar í þessum kafla, aðallega um tíðni orða og orðmynda, en síðan niðurstöður
um tíðni einstakra orðflokka og málfræðiatriða í köflum 6.2 til 6.9. Reynt verður
að setja niðurstöðurnar fram í töfium á sem skýrastan hátt, en að auki verður
fjallað stuttlega um athyglisverðustu niðurstöðurnar. Inn í umfjöllunina verður
fléttað samanburði við fyrri kannanir þar sem því verður við komið. I kafla 6.10
er svo tekið dæmi um það hvernig setja má fram niðurstöður um tíðni einstakra
orða og beygingarmynda þeirra.
I töfiu 7 koma fram niðurstöður könnunarinnar um tíðni orða, orðmynda,
Tíðni Að meðaltali
orðmyndir beygingarmyndir lesmálsorð
Orð Orðmyndir Beygingarmyndir Lesmálsorð 7.083 11.795 14.191 54.482 1,67 2,00 1,20 7,69 4,62 3,84
Tafla 7: Tíðni orða, orðmynda, beygingarmynda og lesmálsorða.