Orð og tunga - 01.06.1988, Blaðsíða 129

Orð og tunga - 01.06.1988, Blaðsíða 129
Jón Aðalsteinn Jónsson: Alexander Jóhannesson og Orðabók Háskólans 117 eins og áður segir, enda má líklegt telja, að honum hafi þótt hún víkja um of frá meginmálinu, þ.e. sjálfri orðabókargerðinni og framkvæmd hennar, og verða of persónuleg. Segja má, að ekkert sérstakt hafi gerst í orðabókarmálum íslendinga í kjölfar þessara umræðna árið 1919. Sr. Jóhannes hafði áfram styrk til orðabókarverks næstum til dauðadags 6. mars 1929. Má sjá á gögnum þeim, sem hann lét eftir sig og eru nú í vörslu Orðabókar Háskólans, að hann hefur bæði haldið áfram orðtöku rita næsta áratug og eins fylgst með mæltu máli líðandi stundar. 6 Aðdragandi að Orðabók Háskólans Óhætt er að fullyrða, að Alexander Jóhannesson missti aldrei sjónar á orðabókar- málinu, þótt hann ritaði mér vitanlega ekki um það á næstu árum. Á þessum árum var hann Hka mjög störfum hlaðinn við kennslu og ritsmíðar í sambandi við fræðigrein sína, svo sem áður hefur komið fram í þessari grein. Hann var skipaður dósent í málfræði og sögu íslenskrar tungu árið 1925, og prófessor varð hann í þessum greinum árið 1930. Gegndi hann þessu embætti til ársins 1958, er hann lét af störfum sakir aldurs. Arið 1932 varð Alexander Jóhannesson rektor Háskóla íslands í fyrsta sinni og sat í því embætti til ársins 1935. Síðar varð hann tvívegis aftur rektor, þ.e. á árunum 1939-1942 og 1948-1954, eða lengur en nokkur annar háskólakennari hefur gegnt þessari mestu virðingarstöðu Háskóla Islands. Leikur enginn vafi á því, að Alexanders verður um alla framtíð minnst sem hins mikla og raunar mesta athafnamanns í sögu Háskóla Islands, enda verða raktar til hans beint og óbeint hugmyndir að flestum þeim framkvæmdum, sem urðu hinni ungu háskóla- stofnun til mestra hagsbóta á fyrri hluta aldarinnar og hún býr enn að. Þar ber vitanlega hæst hugmynd hans að Happdrætti Háskólans og svo aðalbygg- ingu Háskólans, sem reis af grunni suður á Melum á árunum 1936-1940 og að stórum hluta fyrir happdrættisfé. Þá má og ekki heldur gleyma síðasta stór- virki Alexanders í þágu Háskóla íslands, en það var sjálft Háskólabíó. Mun hann ekki síst í sambandi við þá byggingu hafa orðið að beita bæði lagni og myndugleik til þess að koma henni í höfn. Þrátt fyrir öll þessi störf, sem Alexander innti af hendi fyrir háskóla sinn á þessum árum, gleymdi hann aldrei því áhugamáli, sem honum var alla tíð svo hugleikið, þ.e. samningu vísindalegrar orðabókar yfir íslenskt mál. Þegar í fyrstu setningarræðu sinni sem háskólarektor, 3. okt. 1932, fjallaði hann um vandamál íslenskrar tungu og þá m.a. um nýyrðasmíð, sem honum var einnig mjög hugleikin. I upphafi ræddi hann um viðbrögð fyrri tíðar manna við vanda þeim, sem ætíð hlýtur að steðja að tungunni, og las m.a. upp úr ljóðum ýmissa kunnra skálda allt frá Jóni biskupi Arasyni og Hallgrími Péturssyni til Matthíasar Jochumssonar og Einars Benediktssonar. Að því búnu sagðist hann vilja „fara nokkrum orðum um frceðileg atriði íslenzkrar tungu". Hann minntist á, að hann áætlaði orðaforða hins lifandi máls um 200 þúsund orð og af þeim væri kunnugt um 5-6 þúsund stofnorð, skyld öðrum málum. Svo segir hann orðrétt: „má af því sjá, að hér er um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.