Orð og tunga - 01.06.1988, Blaðsíða 161
Jón Hilmar Jónsson: Sagnorðagreining Orðabókar Háskólans 149
7 Lokaorð
I þessari grein hef ég leitast við að útskýra hvernig sagnorðagreining Orðabókar
Háskólans fer fram og hverju hún er látin skila í formi eiginlegs orðabókartexta.
Verkefnið mótast um margt af öðrum viðhorfum og aðferðum en tíðkast hafa
við orðabókagerð hér á landi. Eitt mikilvægasta einkennið varðar stöðu sjálfra
notkunarheimildanna sem mynda uppistððuna í lýsingu orðanna og lagðar eru
fram fyrir lesendur til staðfestingar á þeirri greiningu og þeim skýringum sem
ritstjórinn ber ábyrgð á. I annan stað er litið svo á að um lýsingu einstakra
orðflokka geti gilt mismunandi fyrirkomulag og sagnorðum verði best lýst með
því að taka fullt tillit til séreinkenna þeirra meðal orðflokkanna. Mikil áhersla er
lögð á að lýsing sagnorðanna falli í fasta umgjörð svo að lesendur eigi sem hægast
með að ganga að einstökum atriðum. Af þeim sökum er formgerðarþættinum
skipað ofar merkingarlegri greiningu. En jafnframt því sem formgerðarþáttur-
inn situr í fyrirrúmi er greitt fyrir aðgangi að öðrum þáttum lýsingarinnar og
einstökum efnisatriðum. Til að auðvelda lesendum yfirsýn um merkingarþátt-
inn eru skyldar merkingarskýringar tengdar saman með millivísunum á spássíu.
Sami háttur er hafður á þegar um er að ræða ólík afbrigði orðasambanda. Þá
gegna spássíuklausur því hlutverki að vekja athygli á efhi eða sérstökum ein-
kennum einstakra dæma, t.d. málsháttum, athyglisverðum beygingarmyndum,
umsögnum um þjóðhætti o.s.frv.
Loks er að nefna það nýmæli að fella alla skráningu og vinnslu efnisins í
skipulegt gagnasafn sem m.a. skilar tiltekinni gerð orðabókartexta eftir nánari
fyrirmælum. Með því gefst kostur á miklum sveigjanleika í efnisskipan og um-
fangi orðabókartextans. En slíkt fyrirkomulag miðar einnig að því að mynda
fjölbreytilegt gagnasafn um margs konar orðfræðileg atriði langt umfram það
sem hægt er að birta í eiginlegum orðabókartexta. Eftir því sem sagnorðagrein-
ingunni miðar áfram eykst gildi þessa gagnasafns og hlýtur að verða stefnt að
því að greiða fyrir aðgangi að því til margvíslegra nota.
Heimildir
Atkins, Beryl T., Judy Kegl og Beth Levin. 1988. Anatomy of a Verb Entry: from
Linguistic Theory to Lexicographic Practice. Intemational Journal of Lexicogra-
phy 1:84-126. Oxford University Press, Oxford.
Bergenholtz, Henning og Joachim Mugdan. 1984. Grammatik im Wörterbuch: von Ja
bis Jux. Germanistische Linguistik 3-6:47-102. Georg Olms Verlag, Hildesheim.
Carstensen, Broder. 1985. Von Ja bis Jux ohne Tollerei: Bergenholtz/Mugdans gram-
matisches Wörterbuch. H. Bergenholtz og J. Mugdan [ritstj.]. Lexikographie und
Grammatik. Akten des Essener Kolloqiums zur Grammatik im Wörterbuch 28.-
30.6. J5^:175-186. Max Niemeyer Verlag, Tiibingen.
Courtney, Rosemary. 1983. Longman Dictionary of Phrasal Verbs. Longman Group,
Harlow, Essex.
Fox, Gwyneth. 1987. The Case for Examples. J. Sinclair [ritstj.]. Looking up. An
Account ofthe COBUILD Project:137-lA9. Collins, London.