Orð og tunga - 01.06.1988, Blaðsíða 74
62
Orð og tunga
Þessu verki ljúka þeir feðgar 5. júlí 1919 og senda Stjórnarráði íslands.4 Er
fróðlegt að lesa hvemig þeir feðgar hugsa sér þetta mikla verk en orðabókin átti
eins og áður er getið að vera söguleg og ná yfir íslenskt mál að fornu og nýju.
Þingið hafði samþykkt fjárlög til „vísindalegrar“ orðabókar en slíka orðabók
skilgreina þeir á eftirfarandi hátt:
Vísindaleg er hver sú orðabók, sem auk nauðsynlegra þýðinga og
annarra upplýsinga til þess að skilja og nota einhverja tungu nokk-
urn veginn, hefur tilvitnanir í bókmentir málsins. Yms fleiri atriði
geta komið til greina, en þetta er aðalmunurinn á vísindalegum og
alþýðlegum orðabókum (Álit og tillögur 1920:5).
Ætlunin var að orðtaka orðabækur og orðasöfn yfir fornmáhð og þau fornrit
sem gefin höfðu verið út eftir prentun fornmálsorðabókanna. Orðtaka átti einnig
allt prentað mál frá 1350 til 1600 og eftir það allar orðabækur og orðasöfn, öll
helstu fræðirit og merkari skáldsögur fram til 1920. Nauðsynlegt var talið að
safna orðum úr mæltu máh. Til er rækileg áætlun um orðtöku úr nýmáhnu
(1600-1920) og einnig reglur um samræmdan rithátt fornmáls (1180-1230) og
miðaldamáls (1480-1530) samdar af Jóhannesi.
Um áætlaða lengd verksins komast þeir svo að orði:
Ekki virðist okkur hægt að gera ráð fyrir meira en 6 stunda fastri
vinnu á dag lijá orðabókarliöfundum við verkið sjálft, „söfnun og
samningu“. Þeir þurfa að kynna sér vel skoðanir vísindamanna á
fjölmörgum vanda-atriðum, er finnast rædd á víð og dreif í útlendum
ritum, og þeir þurfa að geta fylgzt vel með í norðrænni málfræði á
hverju ári ... Ef svo 300 virkir dagar eru taldir í árinu, verða það
1800 vinnutímar á mann árlega. Með tveimur mönnum ætti starfið
þá að verða unnið á því næst 45 árum, en með þremur mönnum á
tæpum 30 árum (Álit og tillögur 1920:12).
Aætluninni fylgir sýnishorn nokkurra uppflettiorða og sést af þeim að markið
var sett hátt og óraunsætt að þrír menn gætu lokið því á 30 árum.
Ekki er Ijóst hversu lengi Þórbergur Þórðarson vann við orðabókarverkið.
Hann ritar undir niðurlagsorð með þeim feðgum 17. júní 1920, en í Dréfi til
Láru, sem út kom fjórum árum síðar, telur hann að tveir þröskuldar hafi verið í
vegi sínum sem fyrst og fremst hafi komið í veg fyrir skilning á söfnun hans úr
talmáli og að fé fengist til hennar:
Annar var orðabókin íslenzk-íslenzka, sem þá var byrjað að semja.
Þingið var því yfirleitt mótfallið, að samning orðabókarinnar yrði
haldið áfram eftir að dr. Björn Bjarnason féll frá. En sumir þingmenn
blönduðu orðasöfnun minni saman við orðabókina. Þeir virtust ætla,
að orðasöfnunin væri að eins gerð fyrir orðabókina og ætti að standa
og falla með henni. En þetta var misskilningur. Orðasöfnun mín var
frá upphafi sjálfstætt verk, óháð samningu liinnar íslenzk-íslenzku
4 Var skýrsla þeirra gefin út sérprentuð undir heitinu Álit og tillögur um vísindalega íslenzka
orðabók ásami sýnishomi