Orð og tunga - 01.06.1988, Blaðsíða 25
Friðrik Magnússon: Hvað er títt? 13
kafla 5.2.9 um atviksorð. Þá má nefha að hvorki upphrópanir né nafhháttarmerki
eru talin sérstakir orðflokkar. Hér eru upphrópanir greindar sem undirflokkur
atviksorða eins og fram kemur í áðurneíhdum kafla 5.2.9. Nafhháttarmerkið
svokallaða er hér greint sem samtenging enda erfitt að réttlæta þann greinar-
mun sem gerður hefur verið á því og skýringartengingunni að í hefðbundinni
orðflokkagreiningu.2
Ýmis vafaatriði komu upp við orðflokkagreininguna og eru flest þeirra vel
þekkt úr kennslubókum í orðflokkagreiningu. Því er óþarfi að rekja þau öll
nákvæmlega en nefna má sem dæmi að stundum var erfitt að greina á milli lýs-
ingarorða í hk et nf og samsvarandi atviksorða. Vandamál varðandi aðgreiningu
atviksorða og forsetninga eru rakin í kafla 5.2.9 en hér mætti nefna tvö vafaat-
riði til viðbótar: Oft var erfitt að gera greinarmun á lýsingarhætti þátíðar og
lýsingarorði. Þeirri reglu var þó fylgt að greina slíkar orðmyndir sem lýsingar-
hátt þátíðar af sögn nema augljóslega væri um lýsingarorð að ræða, þ.e. þegar
orðmyndin hefði bæði stöðu og hlutverk lýsingarorðs, t.d. opnar gjár. Þá var
vafamál hvað gera skyldi við svokallaðan lýsingarhátt nútíðar. Hann er greindur
sem sagnorð í hefðbundinni orðflokkagreiningu (ef ekki sem nafnorð) en hefur
hins vegar sjaldnast stöðu eða hlutverk sagnar heldur mun fremur lýsingarorðs
eða jafnvel atviksorðs. Var þeirri reglu fylgt að greina lýsingarhátt nútíðar sem
lýsingarorð þegar hann hafði stöðu og hlutverk lýsingarorðs: brennandi ló'ngun,
grenjandi Ijón; atviksorð þegar hann hafði stöðu og hlutverk atviksorðs: sagði
konan afsakandi, hverfandi lítill; annars sem sagnorð: ekki verður séð að eld-
virknin fari dvínandi.
5.2.3 Nafnorð
Við sérhvert nafnorð var tilgreint kyn, tala og fall þess svo og hvort það hafði
viðskeyttan greini og hvort um sérnafn var að ræða. Rétt er að geta tveggja vafa-
atriða sem upp komu við greiningu nafnorða. Annað vafaatriðið felst í því að
í nokkrum tilvikum lék vafi á kyni nafnorðanna. Þessi nafnorð eru af þrennum
toga: 1) Skammstafanir eins og ÍSAL, Rarik, KFUM, BSRB, ASÍ; 2) Erlend
sérnöfn eins og Palmer, Pommern, Record; 3) Erlendar slettur eins og frontiers-
men, mesótelíóma, hornito. Brugðið var á það ráð að greina ekki kyn þessara
orða en láta nægja að greina tölu þeirra og fall, sem oftast var augljóst. Alls er
hér um 54 orð að ræða, samtals 91 lesmálsorð. Þessi leið kann að orka tvímælis
og e.t.v. hefði verið réttara að reyna eftir megni að grein kyn þessara orða enda
má stundum geta sér til um það. Það er þó alls ekki alltaf hægt og því var
fyrrnefnda leiðin valin.
Hitt vafaatriðið varðar einnig erlend sérnöfn og slettur. I örfáum tilvikum var
farið með heila nafnliði af erlendum toga sem væru þeir eitt nafnorð og eru það
einu dæmi þess að litið sé á tvö eða fleiri lesmálsorð sem eitt. Sem dæmi um þetta
má nefna Caspar Weinreich, mare nostrum, New York, Notre Dame, status quo
og Swiss Aluminium. Nafnliðir þessir koma allir fyrir í íslensku samhengi og
hafa þá ákveðið fall þannig að rétt þótti að fara með þá á sama hátt og þau
2Hugtakið „hefðbundin orðflokkagreining" er hér haft um þá orðflokkagreiningu sem kennd
hefur verið í skólum hér á landi, sjá t.d. Björn Guðfinnsson 1937:9-121.