Orð og tunga - 01.06.1988, Blaðsíða 83
Gunnlaugur Ingólfsson: Söfnun Orðabókar Háskólans úr mæltu máli 71
Alkunna er það að mismunandi orð og orðaíar er stundum haft um sama hlut,
hugtak eða fyrirbaeri eftir því hvar á landinu er. Þó að Utlu muni, má þess geta
að orðið undanvillingur 'lamb sem hefur villst frá móður sinni' er notað einkum
um austurhluta landsins en undanflæmingur tíðkast víða vestanlands. Þá má og
nefna að skírdagur og föstudagurinn langi eru víða kallaðir einu nafhi bænadagar
en annars staðar eru sömu dagar kallaðir skírdagshelgar, lægri helgar og jafnvel
læridagar (Jón Aðalsteinn Jónsson 1964:83-85). Enn má nefna að sum askheiti,
t.d. kúði, tísill og ttefill, virðast hafa verið staðbundin (Ásgeir Bl. Magnússon
1983:161 o.áfr.)
Við ber að orð úr mæltu máli geta varpað Ijósi á stakorð eða torskilda staði
í ritum. Má hér t.d. benda á grein Ásgeirs Bl. Magnússonar (1961-62:52 o.áfr.)
um þúa, oggþóa og ofþóa þar sem hann með rannsókn sinni og greinargerð um
fyrirspurnir úr mæltu máli rennir stoðum undir þá tilgátu Bugges að þuat í
Fyrstu málfræðiritgerðinni sé lh. af so. sem samsvarar nísl. þúa. Þessi tilgáta
Bugges (með stuðningi Ásgeirs) er að fullu viðurkennd í útgáfu Hreins Bene-
diktssonar á Fyrstu málfræðiritgerðinni (Hreinn Benediktssonl972:218). Annað
dæmi, þar sem stakorð í eldri ritum fær stuðning úr mæltu máli, má benda á í
grein Ásgeirs Bl. Magnússonar (1985:165-166).
4.2.2 Margvíslegar heimildir og efniviður
Hér hefur nú verið drepið stuttlega á ýmis efui sem safnað hefur verið á undan-
förnum árum og áratugum en margs konar efhi annað er í talmálssafni orðabók-
arinnar. Sumt er tilviljanakennt, t.d. almennt talmál sem lítt eða ekki er, eða
var, að fmna á bókum, orð og talshættir sem orðið hafa útundan, ef svo má segja,
því að efni hefur borist svo að að ekki hefur verið hægt að sinna því sem skyldi.
Þá má nefha orðafar úr ýmsum atvinnugreinum og orð, orðatiltæki og talshætti
sem lúta að þjóðháttum og þjóðtrú. En þessu hefur því miður ekki verið safnað
jafn-skipulega öllu. Margt það sem lýtur að þjóðháttum og þjóðtrú er tilkomið
af því að flytjendur útvarpsþáttanna hafa fjölyrt um þessi atriði, m.a. til að laða
fram orð og orðatiltæki sem til umræðu og athugunar hafa verið hverju sinni.
Margs konar merkingar og orðasambönd koma fram við einstök orð, t.d.
sagnorð. Þetta er nú reyndar ekki undarlegt og má sjá í öllum orðabókum. En
hér fylgja oft langar lýsingar ef um vinnubrögð eða verkshætti er að ræða. Nefna
má t.d. so. kasta í sambandi eins og kasta heyi sem þekkt er um allt Austurland
og eitthvað norður í Þingeyjarsýslur og suður í Skaftafellssýslur. Þetta merkir að
hlaða heyi í tótt eða á bersvæði til vetrargeymslu. Margir heimildarmenn lýstu
vinnubrögðum nákvæmlega og höfðu ýmis orð um mismunandi stig verksins.
Þá er til sambandið kasta af um suðu í potti þegar ekki er lengur hætta á að
sjóði upp úr. Um það að safna holdum á stuttum tíma, fitna snögglega er sums
staðar sagt að kasta á sig. Þegar tekin eru nokkur (gleið) saumspor ofan í það
sem hætta er á að rakni er talað um að kasta saum eða sauma, einnig kasta
í. Það kastar éli, skúr um úrkomu. Sumt af þessu er svæðisbundið mál, annað
lýtur að sérstökum vinnubrögðum, enn annað er líklega að hverfa og mætti svo
lengi telja en þetta verður látið nægja til að gefa dálítið hugboð um hvað finna
má undir einstökum orðum.
Orð og tunga 1 6