Orð og tunga - 01.06.1988, Blaðsíða 120
108
Orð og tunga
Alexander lauk stúdentsprófi utanskóla frá Latínuskólanum í Reykjavík vorið
1907 með 1. einkunn (95 stigum), tæpra 19 ára gamall. Sigldi hann til Kaup-
mannahafiiar sama ár um haustið og innritaðist í Hafnarháskóla. Þrátt fyrir
nokkur veikindi eftir stúdentspróf og hinn fyrsta vetur í Kaupmannahöfn lauk
hann prófi í heimspeki vorið 1908 með 1. einkunn. Lagði hann stund á þýsku,
ensku og frönsku, enda hugðist hann gerast kennari við Hinn almenna mennta-
skóla í Reykjavík. Tveim árum síðar fékk hann leyfi til að breyta um námsgrein
og stefna að meistaraprófi í þýskum fræðum. Því prófi lauk hann í október 1913
með einkunninni admissus.
Alexander hafði á stúdentsárum sínum verulegan áhuga á bókmenntum, eink-
um þýskum, enda fjallaði meistaraprófsritgerð hans að stórum hluta um þetta
efni. Hann hélt líka bókmenntarannsóknum áfram í Þýskalandi árin 1914-15
og lauk doktorsnámi við háskólann í Halle árið 1915. Nefndist doktorsritgerð
hans Die Wunder in Schillers „Jungfrau von Orleans“. Eftir þetta próf hélt
Alexander heim til Islands og varð einkakennari við Háskóla Islands árið 1916
og hélt fyrirlestra í þýskum fræðum. Mun kennsla hans einkum hafa verið í
bókmenntum og um þýsku skáldin Goethe og Scliiller. Jafnhliða þessu kenndi
hann einnig gotnesku við hinn unga háskóla. Ekki er rúm til að rekja öllu
nánar þennan hluta af starfsævi Alexanders, enda sneri hann sér brátt að öðrum
hlutum. Hins vegar hggja eftir hann ýmis verk og útgáfur frá þessum tíma, sem
mörg hver eru hin merkustu og bera glöggt vitni um áhuga hans á bókmenntum
almennt.
Hér leyfi ég mér enn að vitna til greinar Halldórs Halldórssonar (1969:11),
en hann segir þetta um bókmenntastörf Alexanders Jóhannessonar.
Ritstörf Alexanders, að því er varðar fagrar bókmenntir, má flokka
í þrjár greinir: þýðingar, útgáfur og ritgerðir. Langsamlega mestur
hluti þessara ritverka varðar þýzkar bókmenntir og íslenzkar. Má
það eðlilegt telja miðað við próf hans og atvinnu. En víst er, að
hann naut einnig bókmennta annarra þjóða, þótt ekki komi það eins
fram í verkum hans.“
Alexander þýddi tvö leikrit Schillers úr þýsku á íslensku, enda ekki óeðli-
legt, þar sem doktorsritgerð hans hafði fjallað um efni úr leikriti eftir Schiller.
Þá þýddi Alexander töluvert af íslenskum ljóðum á þýsku. Nokkrum vikum
fyrir andlát hans komu svo út í bókarformi þýðingar hans á íslenskum ljóðum
aJ.lt frá Hallgrími Péturssyni til samtímaskálda. Þessi bók nefnist Gruss aus
Island. Margt annað fékkst Alexander við á þessum vettvangi. Rekur Halldór
Halldórsson (1969) það allt rækilega í grein sinni og vísast hér til þess umfram
það, sem ég hef leyft mér að taka upp úr grein hans.
I námi sínu við Hafnarháskóla beindi Alexander athygli sinni mjög að saman-
burðarmálfræði, mest fyrir áhrif kennara síns, Hermanns Möllers prófessors. A
þessum árum var stefna ungmálfræðinga í hávegum höfð. Varð Alexander fylg-
ismaður hennar og hélt sem fræðimaður tryggð við þá stefnu upp frá því.