Orð og tunga - 01.06.1988, Blaðsíða 109
Helga Jónsdóttir: Þýðingar á tölvuleiðbeiningum
97
6.4.4 Eintala/fleirtala
Flestir lesendur hafa sjálfsagt einhvern tíma lent í vandræðum með orðalag þegar
talað er um fyrirbæri sem geta bæði verið í eintölu og fleirtölu, og gera verður ráð
fyrir hvoru tveggja. Þetta getur verið erfitt úrlausnar. I þessu dæmi er vel slopp-
ið: ‘X færslu(m) var eytt’. Þetta er verra: ‘X riti/ritum var eytt’. Sérstaklega er
þetta vont ef sögn er tölubeygð: ‘X skrá/skrár var/voru endurheimt(ar)’. Þetta
er ótækt. Skárra er að sleppa hjálparsögninni og láta lýsingarháttinn nægja. I
þessu dæmi væri líklega best að nota sagnarsamband með nafnhætti: ‘Búið er
að endurheimta X skrá(r)’. Einnig má grípa til nafnorða: ‘Fjöldi endurheimtra
skráa: X’, eða segja einfaldlega: ‘Endurheimtar skrár: X’.
I gagnavinnsluforritinu Gagnadís kom upp vandi af svipuðum toga. I fyr-
irspurnamáli forritsins er aðgerð sem breytir tölum í töluorð, t.d. ‘10’ í ‘tíu’.
Þetta er t.d. hentugt við vélræna útskrift ávísana. Þess vegna verður talan að
standast á við gjaldeyriseininguna, hér krónur (aurar eru táknaðir með tölum
og brotastriki). Svo háttar til í íslensku að endi tala á einum kemur sambeygt
fallorð fram í eintölu: 51 króna, 52 krónur. Þetta er ólíkt því sem við á um ensku
þar sem allar tölur hærri en einn taka með sér orð í fleirtölu. Fram kom tillaga
um að breyta forritinu þannig að alltaf yrði notuð eintala þegar tala endaði á
einum nema þegar tala endar á 11. Þegar þetta er ritað er málið í athugun hjá
höfundum forritsins.
6.4.5 Kyn orða
Kynbeyging lýsingarorða veldur sérstökum vanda. Fyrir kemur að velja þarf
ákveðna mynd lýsingarorðs sem vísað getur til nainorða af mismunandi kyni. I
íslensku geta nafnorð og lýsingarorð haft þrjú kyn en í ensku er ekki um það
að ræða. Af þessum sökum kemur oft upp vandi þar sem eitt lýsingarorð þarf
að standa óbreytt með orðum í öllum kynjum. Hér er dæmi til skýringar. I
póstkerfinu í Skrifstofu/400 er um þrjá flokka pósts að ræða: ‘boð’ (messages),
‘orðsendingar’ (notes) og ‘rit’ (documents). Á lista yfir póst koma fram upplýs-
ingar um stöðu póstsendinga, eins og hvort búið er að senda þær, eyða þeim,
opna o.s.frv. Þessar upplýsingar eru táknaðar með allt að 10 stafa orði sem
kemur í dálk á listanum yfir sendingarnar, sbr. mynd 14.
Þarna var ákveðið að hafa lýsingarorðið í hvorugkyni þar sem það virðist
hlutlauscist, þó að það geti bæði átt við kven- og hvorugkynsorð.
6.4.6 Breytur
Oft reyna forritarar að spara rými og nota eina textEdínu og nokkrar breytur til
að búa til mörg sams konar boð. Hér er dæmi:
&1 has been &2 to &S person(s). &1 getur verið ‘boð’, ‘rit’, ‘orðsending’ og
‘svar’. &2 getur verið sögnin að ‘senda’ eða ‘framsenda’ (sená, forward). &3 er
tala. Eðlilegast var að þýða þetta svona: ‘&1 var &2 til &3 aðila’ (orðið ‘aðili’
er þægilegt af því að það er eins í eignarfalli eintölu og fleirtölu). Þýðingin yrði
þá á skjánum eins og á mynd 15.