Orð og tunga - 01.06.1988, Blaðsíða 23
Friðrik Magnússon: Hvað er titt?
11
kafla 5.2.3.) Síðan var leyst upp úr skammstöfunum þar sem því var við komið,
þ.e. þar sem augljóst og ótvírætt var hvernig lesa á úr þeim, eins og t.d. —» til
deemis (tvö lesmálsorð), nr. —» númer. Þetta var þó ekki gert við skammstafanir
sérnafna þegar gera má ráð fyrir að ekki sé leyst upp úr þeim í talmáli heldur
séu þær annaðhvort bornar fram sem eitt orð, eins og ISAL og Rarik, eða hver
stafur sé borinn fram, eins og í KFUM, BSRB og ASI. Þá var ekki leyst upp úr
skammstöfunum úr metrakerfinu, svo sem km, km2, m og sm.
Áður en leyst var upp úr skammstöfununum var þeim þó safnað saman ef ein-
hver kynni að hafa áhuga á tíðni þeirra. Alls reyndust mismunandi skammstaf-
anir vera 53 og komu þær 383 sinnum fyrir. Allar skammstafanirnar eru sýndar
í töflu 6, bæði þær sem leyst var upp úr og aðrar. Þegar búið var að leysa upp
úr skammstöfununum reyndust þær vera 481 lesmálsorð eða 0,88% heildarles-
málsorðafjöldans.
Tíðni Skammstöfun Tíðni Skammstöfun Tíðni Skammstöfun
6 a.m.k. 1 ÍSALs 4 Rarik
1 ASÍ 6 ísl. 3 s.
1 ath. 1 jan. 1 s.á.
18 barnal. 1 KFUM 1 8.1.
2 bls. 12 km 3 s.s.
1 BSRB 5 km2 1 samt.
2 dags. 5 kr. 35 sbr.
6 dr. 2 kWh 4 skv.
1 E. 16 m 4 sl.
4 F.f. 21 m.a. 1 sm
3 G. 3 m.ö.o. 9 t.d.
1 GK 27 mgr. 2 tilv.
82 gr- 1 N.-Ameríku 2 tl.
6 GWh 1 NA-SV 1 u.þ.b.
1 H. 37 nr. 1 Þ.
2 Hrd. 8 o.fl. 3 þ.á m.
1 i.f. 1 o.s.frv. 19 þ.e.
2 ÍSAL 1 o.þ.u.l.
Tafla 6: Tíðni skammstafana
Því næst voru öll greinarmerki fjarlægð nema þau sem telja má orðbundin.
Orðbundin eru þau greinarmerki sem eru „orðhlutar í þeim skilningi, að grein-
armerkið sé notað, þó að orð sé stakt eða stafsett eitt sér án nokkurs sam-
hengis" (Baldur Jónsson o.fl. 1980:23; hugtökin sem notuð eru hér eru mörg hver
fengin úr þessari heimild). Dæmi um orðbundin greinarmerki sem ekki voru fjar-
lægð eru bandstrik í dansk-norskur, u-laga, Stóra-Kóngsfell, 2-3, 1980-1982;
punktur í 35., 18.37, 6.5; komma í 0,06, 1,5, 72,5%, skástrik í og/eða, 2/3 og
úrfellingarmerki í Jeanne d'Arc og '97. Þótt þessi greinarmerki megi öll teljast