Orð og tunga - 01.06.1988, Blaðsíða 23
Friðrik Magnússon: Hvað er títt?
11
kafla 5.2.3.) Síðan var leyst upp úr skammstöfunum þar sem því var við komið,
þ.e. þar sem augljóst og ótvírætt var hvemig lesa á úr þeim, eins og t.d. —► til
dœmis (tvö lesmálsorð), nr. —> númer. Þetta var þó ekki gert við skammstafanir
sérnafna þegar gera má ráð fyrir að ekki sé leyst upp úr þeim í talmáli heldur
séu þær annaðhvort bornar fram sem eitt orð, eins og ÍSAL og Rarik, eða hver
stafur sé borinn fram, eins og í KFUM, BSRB og ASI. Þá var ekki leyst upp úr
skammstöfunum úr metrakerfinu, svo sem km, km2, m og sm.
Áður en leyst var upp úr skammstöfununum var þeim þó safnað saman ef ein-
hver kynni að hafa áhuga á tíðni þeirra. Alls reyndust mismunandi skammstaf-
anir vera 53 og komu þær 383 sinnum fyrir. Allar skammstafanirnar eru sýndar
í töflu 6, bæði þær sem leyst var upp úr og aðrar. Þegar búið var að leysa upp
úr skammstöfununum reyndust þær vera 481 lesmálsorð eða 0,88% heildarles-
málsorðafjöldans.
Tíðni Skammstöfun Tíðni Skammstöfun Tíðni Skammstöfun
6 a.m.k. 1 ÍSALs 4 Rarik
1 ASÍ 6 ísl. 3 s.
1 ath. 1 jan. 1 s.á.
18 barnal. 1 KFUM 1 s.l.
2 bls. 12 km 3 s.s.
1 BSRB 5 km2 1 samt.
2 dags. 5 kr. 35 sbr.
6 dr. 2 kWh 4 skv.
1 E. 16 m 4 sl.
4 F.í. 21 m.a. 1 sm
3 G. 3 m.ö.o. 9 t.d.
1 GK 27 mgr. 2 tilv.
82 gr- 1 N.-Ameríku 2 tl.
6 GWh 1 NA-SV 1 u.þ.b.
1 H. 37 nr. 1 Þ.
2 Hrd. 8 o.fl. 3 þ.á m.
1 i.f. 1 o.s.frv. 19 þ.e.
2 ÍSAL 1 o.þ.u.l.
Tafla 6: Tíðni skammstafana
Því næst voru öll greinarmerki fjarlægð nema þau sem telja má orðbundin.
Orðbundin eru þau greinarmerki sem eru „orðhlutar í þeim skilningi, að grein-
armerkið sé notað, þó að orð sé stakt eða stafsett eitt sér án nokkurs sam-
hengis“ (Baldur Jónsson o.fl. 1980:23; hugtökin sem notuð eru hér eru mörg hver
fengin úr þessari heimild). Dæmi um orðbundin greinarmerki sem ekki voru fjar-
lægð eru bandstrik í dansk-norskur, u-laga, Stóra-Kóngsfell, 2-3, 1980-1982;
punktur í 35., 18.37, 6.5; komma í 0,06, 1,5, 72,5%, skástrik í og/eða, 2/3 og
úrfellingarmerki í Jeanne d’Arc og ’97. Þótt þessi greinarmerki megi öll teljast