Orð og tunga - 01.06.1988, Blaðsíða 95
Helga Jónsdóttir: Þýðingar d tölvuleiðbeiningum
83
Sem dæmi má taka boð þar sem fram kemur að heiti skrár, rits, hirslu o.s.frv.
sé ekki rétt. Slík boð nægir að þýða einu sinni og síðan má afrita þau og breyta
eftir því sem við á.
Segja má að reynsla þýðanda af tölvunni og forritinu sem hann er að þýða
eða hliðstæðu forriti geti komið í stað yfirlestrar á þýðingartextanum. Þannig
kynnist þýðandinn bæði textanum sjálfum og því hvernig forritið vinnur. Þegar
þýðingin hefst er hann búinn £ið kynnast orðafari textans og helstu hugtökum
og veit hvernig forritið vinnur í aðalatriðum.
Eftir stuttan undirbúningstíma þar sem þýðendur æfðu notkun skrifstofu-
kerfanna á S/36 tölvunni var hafist handa við þýðinguna. Þýðendurnir byrjuðu
einfaldlega að þýða textana sem lagðir voru fyrir þá, með hjálp orðalistans og
annarra hjálpargagna, svo sem orðabóka og handbóka um forritin. Við þýð-
ingarnar á Skrifstofu/400 og Svara/400 var cið miklu leyti hægt að styðjast við
skrifstofukerfin á S/36. Valmyndir eru t.d. nauðalíkar (sbr. myndir 8 og 9). Boð
eru mjög lík í þessum kerfum, t.d. í ritvinnslukerfunum. Stundum var því hægt
að taka textann næstum óbreyttan upp frá S/36.
Þegar 10 manns eru í einu að þýða sama textann verður að leggja mikla
áherslu á samræmingu og finna leiðir til að auðvelda hana. Sjálfvirka þýðingin
sem getið var um hér að framan gegnir mikilvægu hlutverki í því sambandi.
Orða- og hugtakalisti er líka mikil stoð. En einnig hafa þýðendur komið sér
saman um reglur í sambandi við stíl, eins konar formúlur. Prófarkalestur er ekki
einungis til að leiðrétta villur í textanum, við hann geta þýðendur fundið dæmi
hjá öðrum um góðar lausnir á vanda í þýðingu.
Val tækniorða og orðasmíð eru bundin við fyrstu stig þýðingarinnar og eru
lítill þáttur ef litið er á þann tíma sem þýðingin tekur í heild. Þetta er stað-
reynd sem margir átta sig ekki á. Talað er um að hlutfall eiginlegra tækniorða í
tæknitexta sé yfirleitt á bilinu 5-10% (Newmark 1988:151). Við þýðingu Orða-
bókarinnar hefur vinna við val tækniorða og orðasmíð, miðað við heildarvinnuna,
ekki reynst öllu meiri en sem þessu nemur. Þessu til stuðnings má nefna að í
febrúar mátti heita að vali á tækniorðum og orðasmíð væri lokið, en þýðingin
hófst, eins og áður segir, í nóvember. Allan tímann var verið að þýða texta sam-
hliða. Auðvitað sparaðist mikill tími vegna eldri forritanna sem byggja mátti á.
Nánar verður vikið að orðavali og orðasmíð hér á eftir.
Þýðendur þurfa ekki einungis að þýða textann. Eftir hverja byggingu forrit-
anna3 þurfa þeir að prófa þau, tilkynna um forritsvillur ef þær koma upp og
leiðrétta aðrar villur sem koma í ljós.
Auðvitað er ákjósanlegast að þurfa sem minnst að breyta textanum eftir
þýðinguna. Besta leiðin til þess er að þýðendur gefi sér góðan tíma í upphafi
til að prófa forritið (ef það er hægt) og séu duglegir við að prófa allan tímann.
Sé þess ekki kostur að prófa forritið samhliða þýðingunni er mjög mikilvægt að
þýðendur afli sér allra fáanlegra upplýsinga í handbókum. Það getur kostað
mikla fyrirhöfn, jafnvel umbyltingu á textanum á mörgum stöðum, ef þýðandi
áttar sig ekki á merkingu frumtextans og lætur nægja að giska á það rétta í stað
þess að sannreyna hvernig forritið vinnur. Þetta eru vinnubrögð sem borga sig
3 Bygging er það kallað þegar tæknimenn IBM taka við skrám frá þýðendum og ganga
þannig frá að úr verður keyrsluhæft forrit sem síðan er sent til fjölföldunar erlendis.