Orð og tunga - 01.06.1988, Blaðsíða 30
18
Orð og tunga
beygingarmynda og lesmálsorða. í töflunni kemur fram að lesmálsorðin eru alls
54.482 sem er ríflega helmingur lesmálsorðafjöldans í könnun Ársæls Sigurðssonar
en lítið eitt meira en í Hreiðrinu. Mismunandi beygingarmyndir eru 14.191
en orðmyndir 11.795 og kemur hver orðmynd að meðaltali 4,62 sinnum fyrir í
textunum. Til samanburðar er meðaltíðni orðmynda í Hreiðrinu 4,70 eins og
fram kom í kafla 3.3. Mismunandi orð eru 7.083 og er meðaltíðni þeirra 7,69,
þ.e. hvert orð kemur að meðaltali fyrir 7,69 sinnum í textunum, en eins og nærri
má geta, og sést reyndar í töflum 9 og 10 hér á eftir, er tíðni einstakra orða mjög
mismunandi. I köflunum hér á eftir er að finna samsvarandi töflur um einstaka
orðflokka.
I töflu 8 er sýnd tíðni einstakra orðflokka auk þess sem fram kemur hversu stór
hluti hver orðflokkur er af heildarfjölda orða, orðmynda, beygingarmynda og les-
málsorða. Þar kemur meðal annars fram að nafnorðin eru stærsti orðflokkurinn
hvort sem talið er í orðum, orðmyndum, beygingarmyndum eða lesmálsorðum.
Orðfl. Orð Orðmyndir Beygingarm. Lesmálsorð
Tíðni % Tíðni % Tíðni % Tíðni %
No 4.033 56,94 6.386 52,60 7.166 50,50 13.742 25,22
Lo 1.182 16,69 2.070 17,05 2.534 17,86 3.638 6,68
Fn 38 0,54 249 2,05 457 3,22 6.588 12,09
Gr 1 0,01 11 0,09 22 0,16 93 0,17
To 355 5,01 418 3,44 612 4,31 1.095 2,01
So 862 12,17 2.355 19,40 2.747 19,36 10.458 19,20
Ao 517 7,30 557 4,59 558 3,93 12.146 22,29
St 33 0,47 33 0,27 33 0,23 6.631 12,17
Annað3 62 0,88 62 0,51 62 0,44 91 0,17
Alls 7.083 11.7954 14.191 54.482
Tafla 8: Heildartíðni einstakra orðflokka.
Fróðlegt er að bera saman tíðni orða annars vegar og tíðni lesmálsorða hins
vegar en með þeim samanburði má sjá hversu oft orð hinna einstöku orðflokka
eru notuð að meðaltcdi í textunum ellefu, þ.e. meðaltíðni þeirra. Til dæmis eru
nafnorðin 4.033, eða 56,94% orðanna, en þau koma afls 13.742 sinnum fyrir sem
er ekki nema 25,22% lesmálsorðanna. Þetta þýðir að hvert nafnorð kemur fyrir að
meðaltali 3,41 sinni í textunum. I næststærsta orðflokknum, lýsingarorðum, eru
orðin alls 1.182 sem er 16,69% aflra orðanna. Þessi orðafjöldi kemur hins vegar
3 Hér er saman komið allt sem ekki er hægt að flokka í orðflokka, aðallega erlendar tilvitnanir
í samfelldu máli.
4Þessi heildartala orðmynda, 11.795, er reiknuð út án tillits til orðflokka orðmyndanna og
er því nokkru lægri en samanlögð tíðni orðmynda allra orðflokka sem er 12.141. Mismunurinn
stafar af því að nokkrar orðmyndir geta tilheyrt fleiri en einum orðflokki og teljast því hver
með sínum orðflokki í töflunni. Hundraðstölur orðflokkanna eru reiknaðar út frá síðari tölunni.