Orð og tunga - 01.06.1988, Síða 129
Jón Aðalsteinn Jónsson: Alexander Jóhannesson og Orðahók Háskólans 117
eins og áður segir, enda má líklegt telja, að honum haíi þótt hún víkja um of frá
meginmálinu, þ.e. sjálfri orðabókargerðinni og framkvæmd hennar, og verða of
persónuleg.
Segja má, að ekkert sérstakt hafi gerst í orðabókarmálum Islendinga í kjölfar
þessara umræðna árið 1919. Sr. Jóhannes hafði áfram styrk til orðabókarverks
næstum til dauðadags 6. mars 1929. Má sjá á gögnum þeim, sem hann lét eftir
sig og eru nú í vörslu Orðabókar Háskólans, að hann hefur bæði haldið áfram
orðtöku rita næsta áratug og eins fylgst með mæltu máli líðandi stundar.
6 Aðdragandi að Orðabók Háskólans
Óhætt er að fullyrða, að Alexander Jóhannessonmissti aldrei sjónar á orðabókar-
málinu, þótt hann ritaði mér vitanlega ekki um það á næstu árum. Á þessum
árum var hann líka mjög störfum hlaðinn við kennslu og ritsmíðar í sambandi
við fræðigrein sína, svo sem áður hefur komið fram í þessari grein. Hann var
skipaður dósent í málfræði og sögu íslenskrar tungu árið 1925, og prófessor varð
hann í þessum greinum árið 1930. Gegndi hann þessu embætti til ársins 1958,
er hann lét af störfum sakir aldurs.
Árið 1932 varð Alexander Jóhannesson rektor Háskóla Islands í fyrsta sinni
og sat í því embætti til ársins 1935. Síðar varð hann tvívegis aftur rektor, þ.e.
á árunum 1939-1942 og 1948-1954, eða lengur en nokkur annar háskólakennari
hefur gegnt þessari mestu virðingarstöðu Háskóla Islands. Leikur enginn vafi
á því, að Alexanders verður um alla framtíð minnst sem hins mikla og raunar
mesta athafnamanns í sögu Háskóla Islands, enda verða raktar til hans beint og
óbeint hugmyndir að flestum þeim framkvæmdum, sem urðu hinni ungu háskóla-
stofnun til mestra liagsbóta á fyrri hluta aldarinnar og hún býr enn að. Þar ber
vitanlega hæst hugmynd hans að Happdrætti Háskólans og svo aðalbygg-
ingu Háskólans, sem reis af grunni suður á Melum á árunum 1936-1940 og
að stórum hluta fyrir happdrættisfé. Þá má og ekki heldur gleyma síðasta stór-
virki Alexanders í þágu Háskóla Islands, en það var sjálft Háskólabíó. Mun
hann ekki síst í sambandi við þá byggingu hafa orðið að beita bæði lagni og
myndugleik til þess að koma henni í höfn.
Þrátt fyrir öll þessi störf, sem Alexander innti af hendi fyrir háskóla sinn á
þessum árum, gleymdi hann aldrei því áhugamáli, sem honum var alla tíð svo
hugleikið, þ.e. samningu vísindalegrar orðabókar yfir íslenskt mál.
Þegar í fyrstu setningarræðu sinni sem háskólarektor, 3. okt. 1932, fjallaði
liann um vandamál íslenskrar tungu og þá m.a. um nýyrðasmíð, sem honum var
einnig mjög hugleikin. I uppliafi ræddi hann um viðbrögð fyrri tíðar manna við
vanda þeim, sem ætíð hlýtur að steðja að tungunni, og las m.a. upp úr ljóðum
ýmissa kunnra skálda allt frá Jóni biskupi Arasyni og Hallgrími Péturssyni til
Mattliíasar Jochumssonar og Einars Benediktssonar.
Að því búnu sagðist liann vilja „fara nokkrum orðum um fræðileg atriði
íslenzkrar tungu“. Hann minntist á, að hann áætlaði orðaforða hins lifandi
máls um 200 þúsund orð og af þeim væri kunnugt um 5-6 þúsund stofnorð,
skyld öðrum málum. Svo segir liann orðrétt: „má af því sjá, að liér er um