Orð og tunga - 01.06.1988, Síða 28

Orð og tunga - 01.06.1988, Síða 28
16 Orð og tunga þolmynd) taka með sér lýsingarhátt þátíðar (t.d. kertin voru keypt í versluninni, þá var klukkan orðin sex). Myndir sagna eru tvær: germynd og miðmynd. Þær þarfnast ekki útskýringa en þó er rétt að geta þess hér að ekki var færð sérstök uppflettimynd fyrir sagnir í miðmynd nema samsvarandi germynd væri ekki til. Sem dæmi má nefna að færð var uppflettimyndin fylgja við lesmálsorðið fylgdust en hins vegar uppflettimyndin ráðgast við lesmálsorðið ráðgast þar sem sögnin ráðga er ekki til. Þegar lokið var við að greina hátt og mynd sagnanna voru sagnir í persónu- háttum (framsöguhætti, viðtengingarhætti og boðhætti) greindar í persónu, tölu og tíð, sagnir í lýsingarhætti þátíðar í kyni, tölu og falli, en sagnir í öðrum háttum (nafnhætti, sagnbót og lýsingarhætti nútíðar) ekki greindar frekar. 5.2.9 Atviksorð Ymsir erfiðleikar komu upp við greiningu atviksorða. Þeir stafa í fyrsta lagi af því að erfitt er að skilgreina þennan orðflokk vegna þess hversu ólík þau orð eru sem talin hafa verið til atviksorða og erfitt að finna sameiginleg einkenni þeirra, og í öðru lagi af því hversu mjög atviksorð skaxast við aðra orðflokka. Forsetningar eru einn þeirra orðflokka sem skarast mjög við atviksorð. IJm tveir þriðju þeirra forsetninga sem koma fyrir í textunum ellefu geta líka staðið sem atviksorð samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu, þ.e. þar sem þau stýra ekki falli. Sem dæmi má nefna orð eins og að, á, fyrir, t, með, til, um, við og yfir, þ.e. allar algengustu forsetningarnar geta líka staðið sem atviksorð. Til þess að hafa betri yfirsýn yfir það hvenær þessi orð stýra falli og hvenær ekki, svo og til þess að auðveldara væri að safna tíðnitölum um það hversu oft þessi orð stýra falli og hversu oft þau gera það ekki, var gripið til þess ráðs að greina allar forsetningar sem atviksorð. Því er það að þau orð sem ýmist eru greind sem forsetningar eða atviksorð í hefðbundinni orðflokkagreiningu eru hér undir einum hatti sem atviksorð. Jafiiframt voru þau orð sem hér teljast til atviksorða greind með tilliti til þess hvort þau stýra falli og, ef svo er, greint um hvaða fall er að ræða. Þetta kemur ljóslega fram í kafla 6.8. Að vísu ber að geta þess að ekki er alltaf ljóst hvort orðin stýra falli eða ekki vegna þess að algengt er að nafnliðirnir hafi verið fluttir frá fallvaldinum eða einfaldlega felldir brott. Ymis vafaatriði komu því upp við þessa greiningu og má nefna hér eitt: I tilvísunarsetningum er algengt að sá nafnliður sem forsetningin stýrir falli á hafi verði felldur brott: húsið sem reimt var í___Þarna, og í fLeiri svipuðum tilvikum þar sem augljóst er að nafnliðurinn hefur verið felldur brott, er atviksorðið talið stýra falli og er það reyndar í samræmi við hefðbundna greiningu nema hvað þá er talið að forsetningin stýri falli „tilvísunarfornafnsins“. Annar orðflokkur sem skarast mjög við atviksorð eru lýsingarorð. Ymis lýs- ingarorð eru talin verða að atviksorðum við vissar aðstæður og er yfirleitt hægt að skera úr um orðflokkinn á grundvelli stöðu orðanna og hlutverks; lýsingarorð standa í ákveðnu falli og eiga við fallorð en atviksorð standa yfirleitt með sögnum, lýsingarorðum eða öðrum atviksorðum. Þanng má nefna sem dæmi að þvert er lýsingarorð í þvert yfir landið en atviksorð í misgengi liggur um fjallið þvert. Á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244
Síða 245
Síða 246
Síða 247
Síða 248
Síða 249
Síða 250
Síða 251
Síða 252

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.