Orð og tunga - 01.06.1990, Síða 27

Orð og tunga - 01.06.1990, Síða 27
Kristján Árnason: Hin þrefalda eftirlíking 5 síðar hjá mikilvirkum íslenskum þýðanda sem var reyndar lútherskur prestur og fæddur sama mánaðardag og Lúther en um hálfri fjórðu öld síðar, Matthíasi Jochumssyni, þar sem hann lýsir vanda sínum við að þýða leikrit Shakespeares og þurfa að sameina það tvennt að þræða hugsun meistarans sem nákvæmast en jafnframt að ná tungutaki sem teljast má alþýðlegt. Og þótt Halldór Laxness verði seint vændur um lúthersku þá er hann í rauninni á svipuðum nótum, þegar hann í formála að þýðingu sinni á Birtingi Voltaires segist hafa tekið sér til fyr- irmyndar „fornar aðferðir í því að snara úr latínu og frönsku á norrænu, ólíkar nútímaaðferðum þýðenda, en að mörgu leyti betri“ og nefnir síðan sem dæmi um hinar fornu aðferðir að eftir þeim mundu menn þýða latnesku setninguna „Per aspera ad astra“ með íslenska málshættinum „Enginn verður óbarinn biskup“ í stað þess að segja „Gegnum erfiðleikana til stjarnanna“, og á sama hátt eru útlend staðar- og mannanöfn íslenskuð að hætti fyrri tíma. Þeirri reglu fylgir ótæpilega Gunnar Gunnarsson í þýðingu sinni á sögu eftir Heinrich von Kleist sem hann nefnir Mikjál frá Kolbeinsbrú en borgirnar frægu Leipzig og Dresden, er þar koma við sögu, Hlaupsig og Þrísteina. Þetta sjónarmið sem við getum kallað þjóðlegt eða alþýðlegt, á vitaskuld fyllilega rétt á sér, og felst á vissan hátt í merkingu íslensku sagnarinnar að þýða. Þótt þýðandi sé líkt og í víkingu á erlendum slóðum, er þó markmið hans á endanum það að koma færandi varninginn heim. Hinu má þó ekki gleyma að það þarf ekki endilega að spilla fyrir nema síður væri að sá varningur hafi yfir sér eitthvert framandlegt yfirbragð. Sú hætta getur verið til staðar að þýðendur troði of miklu af heimatilbúnum sjónarmiðum og persónulegri tilfinningu inn í textann og túlki hann í samræmi við þau. Þegar til dæmis áðurnefndur Marteinn Lúther vill að ávarpsorð engilsins til Maríu meyjar, „þú sem nýtur náðar“ sem eru á grísku „kekharismene", á latínu „gratia plena" og á pápískri þýsku í sam- ræmi við það „voll Gnade“, séu þýdd með öllu einfaldara orðalagi af því tagi sem tignarmenn mundu viðhafa við alþýðustúlkur, þá er það auðvitað í stíl við þá lúthersku guðfræði sem vill steypa af stóli dýrlingum kaþólskunnar og þá ekki síst höfuðdýrlingnum sjálfum. En ef út í það er farið er ekki óviðeigandi að englar af himnum ofan bregði fyrir sig annarlegum orðum, jafnvel þótt þar eigi í hlut skillítil alþýðustúlka. Á líkan hátt má benda á að „óbarði biskupinn“ eða réttara sagt „ekki óbarði biskupinn“ í dæmi Halldórs mundi orka ankannalega einmitt í munni Rómverja sem væri það auðvitað eðlilegra að segja að enginn verði „óbarinn konsúll" eða „óbarinn pontifex maximus11. Þjóðlegheitin mega ekki ganga það langt eið við séum sísmjattandi á föstum tuggum í stað þess að víkka út svið tungunnar, og hollt er að minnast þess að mörg þeirra orðatiltækja sem við tökum okkur í munn daglega og teljum rammíslensk má rekja til bók- mennta sem þýddar hafa verið yfir á okkar mál, ekki síst Heilagrar ritningar. Hér skjóta sem sagt upp kollinum ýmis álitamál og raunar hefur þýðandi það ekki alltaf á hreinu í hvorn fótinn hann eigi helst að stíga. Þegar um er að ræða þýðingu bundins máls, getur t.d. sú spurning fyrst vaknað hvort fylgt skuli frumhættinum, einkum ef hann er áður óþekktur hér á landi, eða hvort beitt skuli einhverjum hætti sem lætur landsmönnum kunnuglega í eyrum. Síðarnefnda kostinn völdu menn einkum fyrr á tímum, svo sem Jón Þorláksson í þýðingu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.