Orð og tunga - 01.06.1990, Qupperneq 31

Orð og tunga - 01.06.1990, Qupperneq 31
Guðrun Kvaran Almúganum til sæmdar og sáluhjálpar Um íslenskar biblíuþýðingar 1 Inngangur Oft hefur því verið haldið fram að hefðu Islendingar ekki eignast biblíuþýðingu eins snemma og raun ber vitni hefðu þeir að öllum líkindum tekið upp danska tungu og glatað sinni að mestu eða öllu leyti. Hvarfla augu manna þá gjarnan til Norðmanna í leit að staðiestingu orða sinna. En staða Islendinga og Norðmanna er ekki sambærileg. Rétt er að Norðmenn eignuðust ekki biblíu á móðurmálinu um sama leyti og Danir, Svíar og Islendingar — og raunar ekki fyrr en á öldinni sem leið. Þeir fengu danska biblíu til afnota og meira en það, þeir fengu einnig „danskt opinbert mál og ritmál yfirleitt" (Skomedal 1984:42). Aður hafði það gerst að framtak Norðmanna til bókmenntaskrifa leið að mestu undir lok og samband þeirra við Island og Islendinga á því sviði rofnaði þegar líða tók á 14. öld (Stefán Karlsson 1984:48). Við siðskipti var því ekki ríkjandi lifandi norsk bókmenntahefð. Þessu var öðruvísi farið hér á landi. Að vísu var lítið ritað frumsamið í óbundnu máli síðustu tvær aldirnar fyrir siðskipti en tungan lifði og dafnaði í sagnadönsum, helgikvæðum og rímum að ógleymdum uppskriftum eldri texta. Meðal þeirra texta, sem skrifaðir voru upp, voru predikanir og sögur heilagra manna sem í má finna þýðingar á miklum fjölda biblíuversa. Það er því varla ofsagt að í landinu hafi um margra alda skeið ríkt ákveðin hefð í biblíumáli sem var forsenda þess að þeir Oddur Gottskálksson og síðar Guðbrandur Þorláksson gátu ráðist í þau stórvirki sem þeir leystu svo vel af hendi. Einhverjum gæti þótt fróðlegt að kynnast því lítillega sem til er frá því fyrir daga þessara merku manna áður en litið er á samfellu íslenskra biblíuþýðinga. Eg ætla því að staldra þar við um stund. I hinni svokölluðu Fyrstu málfrœðiritgerð, sem talin er rituð um miðja 12. öld, segist höfundur rita oss Islendingum stafróf til þess að hægra verði að rita og lesa sem nú tíðist og á þessu landi bæði lög og áttvísi eða þýðingar helgar (Hreinn Benediktsson 1972:208). Ymsir hafa talið að hér sé átt við þýðingar á helgiritum en benda á að lítið hafi varðveist af slíkum þýðingum úr biblíunni sjálfri og sé þar einungis um að ræða brot felld inn í önnur rit trúarlegs eðlis (Steingrímur Þorsteinsson 1950:48). Hér hefur of víður skilningur verið lagður í 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Orð og tunga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.