Orð og tunga - 01.06.1990, Síða 44

Orð og tunga - 01.06.1990, Síða 44
22 Orð og tunga orðabækur eigi að færa sér þýðingar í nyt og taka tillit til þeirrar reynslu sem þar liggur fyrir. Eg á þá ekki við almennt framlag þýðinga til orðaforða málsins sem reyndar er stórum meira en ég hygg að flestir geri sér grein fyrir, heldur bein not af þýðingum einstakra verka þar sem erlend orð liafa verið borin að íslensku og tekist hefur verið á við raunverulegan þýðingarvanda í mállegu samhengi. Eg hef grun um að þessi reynsla sé fremur lítið nýtt við orðabókagerð. Til marks um það má nefna að þess virðist hvergi getið í formálum þeirra orðabóka sem hafa íslensku að þýðingamáli að stuðst hafi verið við íslenskar þýðingar á samfelldu máli. Hér segir það viðhorf til sín að um tvenns konar þýðingarstarf sé að ræða sem eigi takmarkaða samleið, þýðingar orða í orðabókum lúti öðrum lögmálum en þýðingar á samfelldu máli. Vitaskuld er nokkuð til í þessu. Þýðingar stakra orða eða orðasambanda í orðabók beinast að því að ná utan um notkunarsvið og merkingu orðsins í heild. I samfelldu máli afmarkast hins vegar merking og vísun einstakra orða og þýðandinn verður að lúta þeirri afmörkun að meira eða minna leyti. Að sumu leyti hefur orðabókarþýðandi frjálsari hendur en textaþýðandi, að öðru leyti eru honum settar þrengri skorður. Hann er að því leyti frjálsari að hann getur leyft sér að bregða á loft ýmsum tillögum og hugmyndum um þýðingarorð, þarf ekki að einskorða sig við eina umorðun eða þýðingarlausn. A hinn bóginn er hann bundnari að því er varðar svigrúm til umorðunar. Hverju viðfangsorði verður að gera skil út af fyrir sig, og krafan um jafngildi og samsvörun viðfangsorðs og þýðingarorðs verður óhjákvæmilega áleitin. Slík samsvörunarkrafa snertir ekki aðeins merkingu orðanna heldur einnig málfræðileg einkenni, þ.á m. orðflokkinn sjálfan. Það liggur t.d. óneitanlega beinast við að þýða hvert og eitt nafnorð með öðru nafnorði og því freista menn þess gjarna fremur en að bregða fyrir sig orðasambandi eða jafnvel orðhluta þótt slík lausn þætti fara betur í textaþýðingu. Þannig er orðabókarþýðandinn talsvert bundinn af gerð þess orðaforða sem hann fæst við að lýsa. Orðaforði gegnt öðru tungumáli Það er auðvitað ekki svo að tveggja mála orðabækur þjóni þeim tilgangi einum að birta þýðingar einstakra orða til leiðsagnar fyrir þýðendur. Þeir sem semja slíkar orðabækur sjá fyrir sér miklu víðtækari not þótt áherslumunur sé að því leyti á einstökum verkum. I tveggja mála orðabókum er fengist við orðaforða tveggja tungumála. Því má segja að hvor tveggja orðaforðinn liggi fyrir til athugunar þótt vissulega sé um ósambærilega stöðu í verkinu að ræða. Við venjulegustu notkun slíkra orðabóka er þó í rauninni aðeins annað málið til athugunar ef svo má segja. Hitt málið gegnir þá því hlutverki að vera aðgönguleið að skilningi lesandans. Til hægðarauka má hafa um þetta orðin athugunarmál og stuðningsmál. Það fer svo eftir aðstæðum hverju sinni og valdi lesandans á málum bókarinnar hvort það er viðfangsmálið sem er til athugunar eða athyglin beinist að þýðingamálinu. Andspænis úrlausn á einstökum vanda er einkum um tvenns konar not að ræða:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.