Orð og tunga - 01.06.1990, Síða 47
Jón Hilmar Jónsson: Að snúa orðum á íslensku
25
Vandi íslenskra orðabókaþýðinga
Orðabókafræðilegur vandi af þessu tagi hefur í sjálfu sér ekki sett mikinn svip
á íslenskar orðabókaþýðingar, en hann er nátengdur öðrum vanda sem íslenskir
orðabókahöfundar hafa löngum glímt við. Sá vandi varðar einnig innbyrðis af-
stöðu þeirra tveggja tungumála sem við er að etja. Þegar tveimur tungumálum
er stillt saman í tveggja mála orðabók má segja að um einhliða áskorun sé að
ræða. Þýðingamálið er knúið til viðbragða við þeim orðaforða viðfangsmálsins
sem lagður er fram til úrlausnar. Þau viðbrögð markast mjög af tvenns konar við-
leitni. Annars vegar er um að ræða tilhneigingu til að sýna sambœrileika, láta orð
standast á, birta orðmyndunarlegar hliðstæður o.s.frv. Hins vegar er leitast við
að sýna fram á sérstöðu þýðingamálsins gagnvart viðfangsmálinu, leiða lesendum
fyrir sjónir það sem á milli ber. A þessum vanda hafa íslenskir orðabókahöfundar
þurft að taka, og glíma þeirra við hann er býsna athyglisverð, ekki síst vegna
þeirrar sérstöku stöðu sem íslenska hefur haft gagnvart þeim erlendu málum sem
hún hefur mest verið borin að, ensku og þó einkum og sér í lagi dönsku. I því ljósi
má bæta við þriðja atriðinu sem setur mark sitt á framsetningu þýðingamálsins,
hvaða augum litið er á sjálfstœði þess gagnvart viðfangsmálinu, í hvaða mæli
áhrif viðfangsmálsins eru viðurkennd og hvort þýðingarnar beri beinlínis vitni
um viðleitni til að afneita eða hamla gegn slíkum áhrifum. Próðlegt er að virða
erlend-íslenskar orðabækur fyrir sér frá þessu sjónarhorni, einkum þær orðabæk-
ur frá fyrri tíð sem segja má að mótað hafi íslenska þýðingahefð og varpa öðrum
bókum fremur ljósi á vanda íslenskra orðabókaþýðinga.
Sérstaða eða sjálfstæði íslenskra þýðingarorða í orðabókum getur birst í fleiri
en einni mynd. Nærtæk viðmiðun er afstaðan til aðlögunar aðskota- eða töku-
orða. I erlend-íslenskum orðabókum er löng og eindregin hefð fyrir því að sneiða
almennt hjá því að þýða með aðlagaðri tökuorðsmynd viðfangsorðsins sjálfs.
Vafalaust endurspeglar þessi þýðingarháttur að nokkru leyti afstöðu orðabóka-
höfunda til tökuorða og erlendra máláhrifa almennt. Meðal þess sem hamlað hef-
ur gegn tökuorðum er það einkenni margra þeirra að spanna breiðara merkingar-
og notkunarsvið en nokkurt eitt íslenskt samheiti þeirra (sjá Jón Hilmar Jónsson
1985b: 295-296). Finna má ummæli orðabókarhöfundar um að slíkum orðum sé
hafnað vegna þess að þau hafi ekki nógu skýra og afmarkaða merkingu:
Sömuleiðis tel ég það málspjöll, að taka upp eitt útlent orð í stað
margra íslenzkra; t.d. Politik, Stemning o.fl. þess háttar orð, sem geta
þýtt svo margt, alt eftir því, í hvaða sambandi þau eru notuð. Slík
orð reynast mjög áleitin, vegna þess, hve handhæg þau eru. Það er
líkt á komið með þessum orðum og latmælum. Latmælin eru léttari
í framburði og reyna minna á talfærin; þessi margræðu útlendu orð
eru fljótgripnari og reyna minna á hugsun, ekki sízt ef menn hafa
tamið sér að hugsa á útlendu máli. Fáar „slettur“ setja slíkan blett
á tunguna sem þessi útlendu einyrði í stað margra íslenzkra orða.
Auk þess eru þau með öllu óþörf. Ekkert er algengara en það, að við
höfum mörg heiti á þeim hlut, sem aðrar tungur nefna aðeins einu
nafni. Fáir munu t.d. telja eftir sér að hafa á takteinum a.m.k. tíu