Orð og tunga - 01.06.1990, Page 55

Orð og tunga - 01.06.1990, Page 55
Sigrún Helgadóttir: Um Tölvuorðasafn 33 þarf en byggingarefnið í orðalagið eru orðin. Ef orðin vantar getur ekkert orðalag orðið til. Þegar við unnum að endurskoðun Tölvuorðasafnsins var ákveðið að fjölga hugtökum, endurskoða eldri þýðingar og skrifa skilgreiningar. Skilgreiningar eru fyrst og fremst nauðsynlegar til þess að afmarka merkingarsvið hugtaka í bókinni. Notendur velkjast þá ekki í vafa um hvaða hugtaki er verið að gefa heiti. I riti eins og Tölvuorðasafni eru skilgreiningar einnig nauðsynlegar til þess að geta prófað þau íðorð sem verið er að búa til. Einnig er nauðsynlegt að gera tillögur um orðaiag á ýmsu því sem segja þarf. Á fyrstu þremur til fjórum árunum sem nefndin starfaði komum við okkur upp stofni af orðum og mótuðum þá stefnu sem við höfum fylgt síðan. Iðorðastefna orðanefndar Skýrslutæknifélagsins er mjög einföld og felst í tveimur meginregl- um: 1. Nota íslenska stofna ef þess er nokkur kostur. 2. Nota þá aðferð sem best hentar liverju sinni. í grein sinni íslensk orðmyndun (í Andvara 1987) ræðir Baldur Jónsson um vanda þeirra sem vilja reyna að finna íslensk heiti fyrir ný hugtök og segir meðal annars: Við, sem erum að leita uppi orð yfir ný hugtök og nýja hluti, stöndum frammi fyrir viðfangsefnum, sem eiga sér í rauninni engin stærðar- mörk. En nú hrannast þau upp með vaxandi hraða, að því er virðist, og knýja þá líka á urn skjótari úrlausn en nokkru sinni fyrr. Það er reyndar íhugunarefni, að þetta eða eitthvað þessu líkt hafa menn ver- ið að segja — og ekki að ástæðulausu — síðastliðin 100 ár og jafnvel lielmingi lengur. Ekki er nema von, að einhver spyrji þá: Er þetta ekki vonlaust basl allt saman? Og svarið er: Reynslan vill ekki viðurkenna það enn sem komið er. Við viljum a.m.k. ekki leggja á ráðin um, hvernig best sé að gefast upp, heldur ræða um leiðir til að stækka orðaforða íslenskunnar. Við hljótum að setja okkur það markmið að auðga málið að orðum og orðalagi, svo að það geti á hverjum tíma gegnt sem best því hlutverki að vera tæki til að tjá hverja þá hugsun, sem menn vilja koma á framfæri í ræðu eða riti. En samliliða þessu verður að hafa það hugfast, að við erum ekki að tala um að búa til nýtt mál fremur en að flytjast af landi brott. Hér er um það að ræða að nýta og rækta þær víðáttur, sem rúmast innan landamæra okkar eigin tungu, e.t.v. að færa þau út, ef þörf krefur og engum er misboðið með því. Það skal þá einnig í lieiðri liaft, að allt, sem forfeður vorir hafa eftir sig látið — og einhvers virði er — í rituðu máli og nú einnig hljóðrituðu, megi áfram vera skiljanlegt hverjum, sem íslensku kann til einhverrar lilítar. Eg legg mikla áherslu á þetta atriði, af því að gildi þess vill dyljast mönnum meir en hið augljósa hagnýta markmið.

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.