Orð og tunga - 01.06.1990, Qupperneq 61

Orð og tunga - 01.06.1990, Qupperneq 61
Njörður P. Njarðvi'k Að orða annars hugsun á öðru máli Um vanda bókmenntaþýðenda Það er býsna algengt, að menn telji sig geta þýtt bókmenntaverk, ef þeir kunna eitthvert hrafl í erlendu tungumáli. Þetta er augljós misskilningur, en þó að ýmsu leyti skiljanlegur. Maður les bók án erfiðleika og telur sig skilja hana cdlvel, þótt einstök orð kunni að vefjast fyrir honum. Þar af leiðandi telur hann sér óhætt að spreyta sig á að þýða hana. Ef þetta er glöggur maður og athugull og gagnrýninn, þá kemst hann fljótt að raun um, að það er sitt hvað að lesa bók sér til eigin skilnings eða að orða hana á ný með þeirri nákvæmni sem textinn krefst. Ef þetta er ekki athugull maður og gagnrýninn, þá mun hann ef til vill þýða bókina til enda, og bæta enn einu verki í hið mikla safn ófullburða þýðinga. Misskilningurinn er fólginn í því, að menn gera sér ekki allir grein fyrir grund- velli þýðinga. Það liggur kannski ekki alveg í augum uppi, að grundvöll þýðingar er ekki að finna í því tungumáli sem þýtt er úr, heldur í móðurmáli þýðandans. Sá sem hefur ekki örugg listræn tök á móðurmáli sínu, og það krefst m.a. mikils og fjölbreytilegs orðaforða, glöggs auga fyrir stíl og blæbrigðum í talmáli, getur aldrei gert sér vonir um að þýðing hans sé annað en hálfkák. Það er af ásettu ráði að ég nefni sérstaklega listræn tök. Fræðileg þekking á móðurmáli er engin trygging fyrir góðri þýðingu á skáldskap. Málfræðingar eru því miður ekki ævin- lega ritfærir menn. Það hafa íslenskir rithöfundar oft reynt, þegar verk þeirra eru þýdd á önnur tungumál. Fáir kunna íslensku í útlöndum, og oftast eru það málfræðingar. Því hefur ósjaldan dæmst á þá að þýða íslenskan skáldskap. Sumir gera það vel, en aðrir hafa verið gagnrýndir fyrir stirðbusalegt málfar, fyrir það að verkin glati listrænum galdri sínum. Hins vegar er fræðileg þekking á móðurmálinu nauðsynleg forsenda góðrar þýðingar, þótt ekki sé hún einhlít. Algengustu glöp í þýðingum eru einatt fólgin í því að þýðandinn gerir sér ekki nógu glögga grein fyrir lögmálum og sérkennum íslenskrar tungu, og fyrir bragðið gerist hann alltof háður því máli sem hann þýðir úr. Sá sem þýðir til dæmis þýska orðið Eisblumen sem ísblóm (og það hef ég séð), hann sýnir að hann kann þýsku, en ekki íslensku. Hann skilur orðhlutana, en veit ekki, eða man ekki, að fyrirbærið nefnist frostrósir á íslensku. Svona líkingar, þar sem menn telja sér óhætt að þýða einstaka orðhluta beint, hafa orðið mörgum að illyrmislegu fótakefli, og þá ekki síður þegar orðin eru svo til eins í tveimur málum. Sænska orðið stenbit er til að mynda ekki steinbítur, heldur hrokkelsi, 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Orð og tunga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.