Orð og tunga - 01.06.1990, Blaðsíða 79

Orð og tunga - 01.06.1990, Blaðsíða 79
Helga Jónsdóttir: íslenskun forrita 57 kalla þau staðla, svo sem snið klukkunnar (1-24 eða 1-12, fyrir/eftir hádegi), hver skuli teljast fyrsti dagur dagbókarvikunnar og hvenær vinnudagur skuli hefjast. íslenskar reglur um mannanöfn Meðal þess sem gert er ráð fyrir í skrifstofukerfunum er nafnaskrá sem hægt er að nota við póstsendingar og fleira. Inn í skrána eru færðar ýmsar upplýsingar, svo sem fullt nafn, heimilisfang eða aðsetur, staða o.fl. I þessu sambandi kemur upp sérstakur vandi vegna íslenskra reglna um mannanöfn, þ.e. að þeim er raðéið eftir fornafni. I sumum kerfum skiptir þetta ekki máli. Þar er allt nafnið fært inn í einu lagi og er þá á valdi notenda hver röðin er. Þar er t.d. hægt að viðhafa aðra röðun á nöfnum útlendinga ef því er að skipta. Annars staðar er nöfnunum skipt í tvennt og jafnvel þrennt: fornafn, miðnafn eða millistaf og eftirnafn. Síðan er raðað í stafrófsröð eftir eftirnafni. En má þá ekki einfaldlega víxla þýðingunni og láta enska fornafnið svara til eftirnafns og öfugt? Það leysir ekki allan vanda, rneðal annars vegna þess að hámarkslengd hvors nafns er fastbundin í sumum forritum. Það verður til þess að skammstafa verður flest eftirnöfn sem enda á -dóttir því gert er ráð fyrir styttra fornafni en eftirnafni í ensku. Þá koma upp tilvik þar sem notuð er bein röð mannanafna, svo sem í utanáskriftum (röðinni snúið við). Við það brenglast íslenskar utanáskriftir (Jónsdóttir Helga). Þetta vandamál verður leyst áður en forritin koma á markað enda eru Islendingar ekki einir um að vilja raða eftir fornafni.3 Lokaorð Eg vona að mér hafi tekist að varpa nokkru ljósi á viðfangsefni og vanda þeirra sem fást við þýðingar tölvuforrita. Eins og komið hefur fram er ekki eingöngu um eiginlegar þýðingar að ræða; endurskoðun textanna er mikilvægur þáttur í starfi þýðendanna. Og til þess að þýðingarstarfið takist eins og til er ætlast þurfa þýð- endur að hafa vakandi auga með aðlögun forritanna að íslenskum aðstæðum svo að íslenskri málvenju og íslenskum mál- og tölvunotendum sé hvergi misboðið. Eg minni á kynninguna á starfsemi þýðingastöðvar Orðabókarinnar sem fram fer hér á eftir. Þar gefst mönnum ekki aðeins tækifæri til að kynna sér þýðing- arnar sem slíkar heldur fá þeir einnig tilefni til að meta og íhuga gildi tölvunnar sem hjálpartækis við þýðingastarf. Heimildir Eiríkur Rögnvaldsson. 1986. Tölvuorðasafn. 2. útg. Ritstj.: Sigrún Helgadóttir. Reykja- vík, 1986. [Ritdómur.] íslenskt mál 8:191-200. Fisher, Paul. 1989. Eight Case Histories from the Tower of Babel. Language Technology 13:43-57. 3Í forritinu Yfirsýn/VM var þetta leyst með því að gefa bæði kost á röðun eftir fornafni og eftirnafni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.