Orð og tunga - 01.06.1990, Síða 85

Orð og tunga - 01.06.1990, Síða 85
Höskuldur Þráinsson og Heimir Pálsson: Er hægt að leiðbeina um þýðingar? 63 frumtexti: fyrri leiðin: síðari leiðin: lexical entry item segment lexicon set phonetic properties of the lexical entry idiosyncratic les (skýrt nm.) atriði, eining sneið lesforði mengi hljóðeigindir lessins sérkennilegar að gerð það sem segir um orðið í orðasafninu orð sneið (þ.e. einstök hljóð) orðasafn (þ.e. það orða- safn sem er hluti af mál- fræðinni) safn hljóðfræðilegar upplýsing- ar sem þurfa að koma fram í orðasafninu óregluleg eða ófyrirsegjan- leg Skýrasta dæmið um það að valið sé íðorð á öðrum staðnum en umorðun á liinum er þegar lexical entry er annars vegar þýtt með les en hins vegar sem það sem segir um orðið í orðasafninu. Með því að búa til nýtt íðorð og skil- greina það fræðilega er kröfum sérfræðinganna fullnægt en hinn almenni les- andi getur hnotið um orðið. Svipað má segja um það að þýða orðið lexicon annars vegar með nýyrðinu lesforði en láta hins vegar duga að nota almenna orðið orðasafn (með skýringu innan sviga þó). I báðum tilvikum má að vísu segja að um íðorð sé að ræða. Nýyrðið fullnægir kröfum íðorðafræðinga bet- ur að því leyti að það er einrætt — eða verður það ef það nær fótfestu — en gamla orðið orðasafn verður tvírætt af því að því er þarna fengin ný og sérhæfð merking til viðbótar þeirri almennu sem það hafði fyrir. Með svigaskýringunni er það þó kannski nógu nákvæmt hér og áreiðanlega aðgengilegra fyrir almenn- ing. Hér má líka benda á þann mun að nota sérhæfða orðið mengi sem þýðingu á set í fyrra tilvikinu en almenna orðið safn í því síðara. Við viljum reyndar gerast svo djarfir að halda því fram að það sé villandi að nota orðið mengi hér einmitt vegna þess að það hefur miklu þrengri og sérhæfðari merkingu en enska orðið set og sú merking á tæpast við á þessum stað. Reyndar má segja að fyrri þýðingin sé ekki bara frábrugðin þeirri síðari að því leyti að hún noti fleiri íðorð. Hún bindur sig almennt mun fastar við orðalag frumtextans en sú síðari. Það getur stundum verið nauðsynlegt í fræðilegum þýð- ingum að fylgja frumtextanum fast eftir en oftar en ekki verða slíkar þýðingar þó býsna torlesnar, ekki síst fyrir þá sem skortir þá sérfræðiþekkingu sem höfundur frumtextans hefur. Draumur íðorðafræðinga er að hverju hugtaki samsvari eitt íðorð og hvert íðorð vísi til eins hugtaks (sjá t.d. Sigurð Jónsson 1989:44 o.áfr.). Sérfræðingar vilja að sérfræðilegur texti sé einræður og skýr og þess vegna er eðlilegt að þeir geri oft kröfu um að notuð séu sérfræðileg orð í þýðingum slíkra texta. Slíkur orðaforði getur aftur á móti reynst harður undir tönn fyrir aðra en sérfræð- inga og þess vegna grípa þýðendur stundum til þess ráðs að umorða og sneiða
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.