Orð og tunga - 01.06.1990, Qupperneq 86

Orð og tunga - 01.06.1990, Qupperneq 86
64 Orð og tunga hjá íðorðum þar sem þess er kostur. Við sjáum ekki að unnt sé að gefa al- menna reglu um það hvora leiðina eigi að fara í þýðingum. Það hlýtur bæði að fara eftir eðli frumtextans og því hverjum þýðingin er ætluð. Við ímyndum okkur að þeir sem fást við þýðingar á orðasöfnum, forritum og leiðbeiningum með þeim þurfi oft að velja milli þessara leiða. Stundum hefur mátt greina togstreitu um ágæti þessara leiða í umræðum um tölvuorðasöfn, tölvuþýðing- ar og fleira. A þessari ráðstefnu virtist okkur til dæmis að Sigrún Helgadóttir mælti með því að farið væri yfir Iðorðalieiði en Helga Jónsdóttir vildi fremur fara um Almannaskarð. Báðar leiðirnar geta komið til greina að okkar mati. Fararstjórinn verður að velja þá leið sem hentar samferðafólkinu betur hverju sinni. 5 Að túlka það sem býr að baki frumtextans Nú blasir náttúrlega við að enginn fararstjóri getur valið milli tveggja leiða nema þekkja báðar og kunna skil á kostum þeirra og göllum. Onnur leiðin kann að bjóða upp á miklu fallegra útsýni, hin að spara tíma. Væntingar farþeganna ráða þá eflaust mestu þegar valið er á milli. Til að velja sér leið við þýðingar veltur á sama hátt mest á að gera sér grein fyrir „væntingum“ eða kröfum frumtextans sem og væntingum viðtakendamia („til hvers er verið að þýða“). Hér skulu síðarnefndu væntingarnar látnar liggja á milli hluta. Við gefum okkur m.ö.o. að ekki sé fýsilegt að miða þýðingu á Para- dise Lost við lesendur sem einungis vilja vita um hvað verkið sé heldur hljóti að miðast við það að útkoman verði helst ekki lakari skáldskapur en frumtextinn (ef það er þá á annað borð hugsanlegt). Beinum athyglinni heldur að kröfum verksins sjálfs. Til þess að svara þessum kröfum verður þýðandi fyrst alls að sundurgreina þær. Hann verður að svara öllum hugsanlegum spurningum um eðli frumtext- ans. Þetta getur falið í sér að byrja á því að athuga vandlega „form“ hans, reyna að gera sér grein fyrir hvers vegna einmitt þetta form var valið, hugleiða dálítið hvaða skírskotanir það hafði í samfélagi höfundarins o.s.frv. En síðan hlýtur at- hyglin smám saman að beinast að textanum sjálfum, stíl hans og formgerð allri — og mikill gaumur þá gefinn að öllum frávikum frá reglum frumtungunnar. Svara verður spurningum eins og: „Er málfar textans fornlegt?" — og ef svo er: „Var það ámóta fornlegt á dögum höfundarins?" Og ennfremur: „Hafa mál- notendur frumtungunnar svipaða afstöðu til fornlegs málsniðs og málnotendur heimatungunnar?11 Þessum spurningum getur verið býsna erfitt að svara en leiðin er augljóslega sú að brjóta textann til mergjar, raða síðan upp öllum „merkingarbærum“ þátt- um hans, vega og meta mikilvægi hvers um sig — og þýða svo í ljósi þess. Sjálfu ferlinu mætti með orðfæri málmyndunarfræði lýsa svo að fyrst sé frumtextinn brotinn niður í djúpgerð, hún síðan flutt yfir í djúpgerð heimamálsins og þá tek- ið til við ummyndanir eftir því sem efni og ástæður eru til (sjá Heimi Pálsson 1976b).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Orð og tunga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.