Orð og tunga - 01.06.1990, Blaðsíða 89

Orð og tunga - 01.06.1990, Blaðsíða 89
Örn Kaldalóns Þýðingastarfsemi IBM 1 Þýðingastarfsemi IBM Dag nokkurn í janúar 1984 sat ég inni á skrifstofu minni að Skaftahlíð 24 ásamt þeim Jörgen Pind og Sigurði Jónssyni frá Orðabók Háskólans. Umræðuefnið var orðprófun á íslensku, en orðprófun, eða ritskyggning eins og fyrirbærið var síðar nefnt, er það kallað að láta tölvu leita að stafsetningarvillum í texta. Ensk orðprófunarforrit voru þá til bæði fyrir IBM PC og stórtölvur, en nú var búið að setja okkur fyrir það verkefni að útbúa slíkt forrit fyrir íslensku. Þetta var nýstárlegt viðfangsefni sem enginn okkar hafði fengist við áður. Akveðið var að Orðabókarmenn tækju saman skýrslu um gerð íslensks orðasafns til þessara nota en ég skyldi hafa uppi á þeim sem samið höfðu enska orðasafnið og forritin. I greinargóðri skýrslu lögðu Orðabókarmenn fram verkáætlun um gerð orða- safns og komust að þeirri niðurstöðu að hægt væri að beita orðprófun á íslensku eins og önnur tungumál, þrátt fyrir allar beygingarnar. Farið var að senda okkur gögn og leiðbeiningar um tölvunet IBM með vorinu og um sumarið var fyrsta orðtíðnikönnunin gerð. Orðabókarmenn söfnuðu völd- um textum um margvísleg efni og voru þeir skráðir á tölvu. Morgunblaðið og Oddi létu okkur einnig í té texta í tölvutæku formi og brátt var komin um hálf milljón orða í safnið. Öllum þessum textum var steypt saman í eina samfellda skrá sem bútuð var í sundur, orð fyrir orð, samstæðum orðmyndum var raðað saman og orðin talin. Alls reyndust textarnir hafa að geyma um 50.000 mismunandi orðmyndir. Um helmingur þeirra kom aðeins fyrir einu sinni, en algengasta orðið, að, kom fyrir u.þ.b. 7000 sinnum. A grundvelli þessarar orðtíðnikönnunar hófust Orðabókarmenn handa við að búa til orðasafn fyrir íslenska orðprófun. Orð voru valin eftir tíðni þeirra og síðan útbúin tölvutæk beygingarfræði fyrir öll orðin í safninu. Aður en yfir lauk voru orðin í orðasafninu liátt í 25.000 en ólíkar beygingarmyndir þeirra alls um 220.000 að tölu. Þessu næst þurfti að umrita orðasafnið eftir ákveðnum reglum er hæfðu bygg- ingarforriti því sem útbjó hina vélrænu og samanþjöppuðu gerð orðasafnsins. 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.