Orð og tunga - 01.06.2008, Page 21
Gottskálk Jensson
Ummyndanir klassískra orðasafna
í rafrænum spunavélum samtímans
1 Langlíf orð dauðra tungumála
Klassískar bókmenntir, og þá á ég við latneskar og forngrískar, eru
samkvæmt gamalli skilgreiningu þær bókmenntir sem staðist hafa
tímans tönn. Þótt orðasöfn rninin upp úr klassískum textum séu vissu-
lega forgengileg — já, í raun þegar forgengin er þau koma út — því
langt er síðan latína og fomgríska voru lifandi tungumál, mætti einnig
og af sömu ástæðu kalla þau endanlegri og í þeim skilningi sígildari
en mörg önnur orðasöfn enda bætist ekki við orðaforðann ef tungu-
málið er dautt. Auðvitað em ekki öll klassísk orðasöfn fullkomlega
ítarleg eða skýringar þeirra svo óskeikular að ekki megi gera betur
auk þess sem það torveldar iðulega vinnslu þeirra að fjölmargir textar
á fommálunum em óaðgengilegir í handritum og hafa aldrei komið út
á prenti. Mikið ritað efni á latínu og grísku leynist vissulega í handrita-
og skjalasöfnum víða um heim og sumt felst áreiðanlega enn í jörðu
og bíður fornleifauppgötvana framtíðarinnar.
Vinnu við nýjar latneskar og fomgrískar orðabækur vindur hægt
fram á okkar tímum en framfarir em þó greinanlegar. Um það mun ég
nefna dæmi síðar. En þrátt fyrir það má segja að ekki verði vart mik-
illa breytinga á hinu nánast stöðuga klassíska orðamengi. Gæði þess
fílólógíska og lexíkógrafíska starfs, sem unnið hefur verið, segjum frá
því á 18. öld, em almennt mikil og verkin hafi staðist svo vel tímans
Orð og tunga 10 (2008), 11-27. © Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum,
Reykjavík.